Neville segir að um augnabliks brjálæði hafi verið að ræða hjá Núñez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 07:31 Eftir að koma inn á gegn Fulham og skora þá byrjaði Darwin Núñez gegn Crystal Palace og sá rautt. EPA-EFE/ANDREW YATES Liverpool og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Darwin Núñez, framherji Liverpool, fékk rautt spjald í leiknum fyrir að skalla leikmann Palace. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55