Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 16:00 Cristiano Ronaldo er vinalaus ef marka má fréttir The Athletic. EPA-EFE/Peter Powell Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils Man United vegna persónulegra ástæðna, eða það var ástæðan sem félagið gaf upp. Þá vildi hann einnig yfirgefa félagið til að geta spilað í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þrátt fyrir allt það vildi Erik ten Hag, þjálfari Man United, halda í kappann enda var hinn 37 ára gamli Ronaldo þrátt fyrir allt langmarkahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Það hefur þó ekki gengið sem skyldi, Man United hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í ensku úrvalsdeildinni og Ronaldo baðar út höndunum og lýsir yfir pirring sínum ótt og títt. Það gerir hann einnig á æfingasvæðin en hann ku ekki vera sáttur með hápressu aðferðafræði Ten Hag. Inside #mufc @TheAthleticUK: ETH changing mind on Ronaldo, more open to exit but still no offers CR eaten lunch alone rather than with team mates Vardy striker target Players knew plan/XI for Brentford on Weds, with exception of Varane v Maguire https://t.co/44CEs4GAlX— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 15, 2022 Þá hefur miðillinn The Athletic heimildir fyrir því að Ronaldo sé ítrekað einn í matsal félagsins en á síðustu leiktíð var hann hrókur alls fagnaðar er hann gekk í raðir félagsins á ný. Þó Man United hafi þvertekið fyrir fréttaflutning Sky Sports um að félagið sé að íhuga að rifta samning hins nærri fertuga Ronaldo þá virðist sem Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Því miður fyrir félagið, og hann, hefur ekkert af stórliðum Evrópu áhuga á að fá hann og því litlar sem engar líkur á að hann skori mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð eða komandi leiktíðum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Utan vallar: Svartnættið í Manchester Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Ronaldo missti af stórum hluta undirbúningstímabils Man United vegna persónulegra ástæðna, eða það var ástæðan sem félagið gaf upp. Þá vildi hann einnig yfirgefa félagið til að geta spilað í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þrátt fyrir allt það vildi Erik ten Hag, þjálfari Man United, halda í kappann enda var hinn 37 ára gamli Ronaldo þrátt fyrir allt langmarkahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Það hefur þó ekki gengið sem skyldi, Man United hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í ensku úrvalsdeildinni og Ronaldo baðar út höndunum og lýsir yfir pirring sínum ótt og títt. Það gerir hann einnig á æfingasvæðin en hann ku ekki vera sáttur með hápressu aðferðafræði Ten Hag. Inside #mufc @TheAthleticUK: ETH changing mind on Ronaldo, more open to exit but still no offers CR eaten lunch alone rather than with team mates Vardy striker target Players knew plan/XI for Brentford on Weds, with exception of Varane v Maguire https://t.co/44CEs4GAlX— Adam Crafton (@AdamCrafton_) August 15, 2022 Þá hefur miðillinn The Athletic heimildir fyrir því að Ronaldo sé ítrekað einn í matsal félagsins en á síðustu leiktíð var hann hrókur alls fagnaðar er hann gekk í raðir félagsins á ný. Þó Man United hafi þvertekið fyrir fréttaflutning Sky Sports um að félagið sé að íhuga að rifta samning hins nærri fertuga Ronaldo þá virðist sem Man United sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Því miður fyrir félagið, og hann, hefur ekkert af stórliðum Evrópu áhuga á að fá hann og því litlar sem engar líkur á að hann skori mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð eða komandi leiktíðum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 Utan vallar: Svartnættið í Manchester Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál. 12. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. 15. ágúst 2022 07:31
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30
Utan vallar: Svartnættið í Manchester Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál. 12. ágúst 2022 10:00