Reiður Ten Hag lét leikmenn Man Utd hlaupa í steikjandi hita Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 07:31 Erik ten Hag í leiknum gegn Brentford. Hann boðaði leikmenn á æfingu daginn eftir. Shaun Botterill/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var allt annað en sáttur eftir 4-0 afhroð liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Leikmenn liðsins áttu að fá frí á sunnudag en Ten Hag boðaði þá á aukaæfingu eftir hörmungar frammistöðu deginum áður. Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Man United sá aldrei til sólar gegn Brentford og tapaði einkar sannfærandi 4-0. Liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og Ten Hag byrjar veru sína sem þjálfari Man Utd vægast sagt illa. Hollendingurinn hefur sagt að hann geti fyrirgefið mistök og að liðið, sem og hann sjálfur, séu enn að læra. Það sem hann getur ekki fyrirgefið er að leikmenn leggi sig ekki fram og það fengu leikmenn liðsins staðfest á sunnudag. Er hlaupatölur í 4-0 tapinu gegn Brentford eru skoðaðar kom í ljós að Man United hljóp samtals 13,8 kílómetrum minna en sigurliðið. Það er eitthvað sem Ten Hag telur ekki boðlegt og þurfti því hver og einn leikmaður liðsins að hlaupa þá vegalengd á æfingunni þrátt fyrir að hitinn væri vel yfir 30 gráður. Þá greina fjölmiðla ytra frá því að Ten Hag hafi hreinlega sagt leikmönnum að frammistaða þeirra hafi verið „sjokkerandi,“ þeir hafi „spilað eins og börn“ og að þeir hafi ekki verið nálægt þeim háa standard sem bæði hann og félagið setur. Á sunnudag sagði Sky Sports að Man United væri að íhuga að rifta samningi sínum við Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans á vellinum. Skömmu síðar dró Sky fréttina til baka eftir að Man Utd neitaði því. Það virðist hins vegar ljóst að Ten Hag er ekki hrifinn af vinnuframlagi Ronaldo né annarra leikmanna liðsins og hefur hann sagt stjórn félagsins að hann þurfi þrjá nýja leikmenn áður en glugginn lokar. Man United mætir Liverpool á mánudeginum eftir viku á Old Trafford og er talað um að stuðningsfólk heimaliðsins gæti gengið af velli í mótmælaskyni við eigendur félagsins. Það verður að koma í ljós en það er ljóst að lærisveinar Ten Hag mega ekki við annarri eins frammistöðu og á laugardaginn var.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira