Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 19:01 Atvinnurekendur og stéttarfélög eru farin á fullt í vinnu fyrir kjarasamningsgerð. Sumir keyra herferðir en aðrir eru með nýstárlegar hugmyndir og vilja lægja öldurnar. vísir/skjáskot/einar Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín. Eftir að átök innan verkalýðshreyfingarinnar virðast hafa náð hámarki sínu velta nú leiðtogar nokkurra minni stéttarfélaga sem hafa skipt sér í hóp gegn leiðtogum þeirra stærri hvort réttast væri að fara nýja leið í kjarasamningsgerð í ár. Þeim líst mörgum ekki á að fela Starfsgreinasambandinu umboð sitt til að gera samning við atvinnurekendur. „Auðvitað hefur maður velt þessu fyrir sér; hvað sé eðlilegast eða best ef að það stefnir í það að menn ætli í átök átakanna vegna án þess að nánast að ræða hlutina og telja ekki fullreynt fyrr en það sé búið að fara í verkfall,“ segir Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Þórarinn er afar svartsýnn á framtíð ASÍ.skjáskot/Stöð 2 Á sama tíma reyna atvinnurekendur að lægja öldurnar og leita sáttaleiða. Þannig skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann leggur til að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Afar svartsýnir fyrir kjaraviðræður Það styttist í kjaraviðræður og hagsmunaöflin eru þegar komin á fullt. Nafnlaus auglýsingaherferð hefur til dæmis vakið talsverð viðbrögð á Facebook en Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að það væri VR sem stæði að baki henni. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu. Hér má líta dæmi úr herferðinni. Við horfðum á auglýsinguna, sem má finna með því að klikka á slóðina hér að framan, með Ólafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hér má sjá skjáskot af Facebook-herferð VR, þar sem Þorsteinn Bachmann spilar stórt hlutverk.vísir/skjáskot Þetta rímar nú svona aðeins við þær hugmyndir sem þú ert að tala um er það ekki? „Já, já, þetta er bara ágætt dæmi um þá umræðu sem verður til þegar þegar stóru fyrirtækin misstíga sig svoldið og þau þurfa bara að gæta alveg sérstaklega vel að sér,“ segir Ólafur. Hann telur nefnilega hætt við að fólk leggi öll fyrirtæki landsins að jöfnu. „Það er að sjálfsögðu hættan að menn setji alla atvinnurekendur undir sama hatt og segi það er nóg til þarna - er ekki nóg til alls staðar?“ segir Ólafur. Það sé alls ekki raunin og smærri fyrirtæki hafi lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana við efnahagsástandið eins og það er í dag. Almennt eru báðar hliðar því svartsýnar á kjaraviðræðurnar. „Það eru margir í mínu félagi, minni atvinnurekendur, sem hafa miklar áhyggjur af haustinu og ástandinu á vinnumarkaðinum. Þannig að jú það er óhætt að segja að menn eru ekkert óskaplega bjartsýnir á stöðuna,“ segir Ólafur og Þórarinn hjá Öldunni tekur í sama streng: „Ég hef allavega ekki mikla trú á að hún skili einhverri tímamótaniðurstöðu. Já, ég hef pínu áhyggjur af því,“ segir hann. Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Eftir að átök innan verkalýðshreyfingarinnar virðast hafa náð hámarki sínu velta nú leiðtogar nokkurra minni stéttarfélaga sem hafa skipt sér í hóp gegn leiðtogum þeirra stærri hvort réttast væri að fara nýja leið í kjarasamningsgerð í ár. Þeim líst mörgum ekki á að fela Starfsgreinasambandinu umboð sitt til að gera samning við atvinnurekendur. „Auðvitað hefur maður velt þessu fyrir sér; hvað sé eðlilegast eða best ef að það stefnir í það að menn ætli í átök átakanna vegna án þess að nánast að ræða hlutina og telja ekki fullreynt fyrr en það sé búið að fara í verkfall,“ segir Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags. Þórarinn er afar svartsýnn á framtíð ASÍ.skjáskot/Stöð 2 Á sama tíma reyna atvinnurekendur að lægja öldurnar og leita sáttaleiða. Þannig skrifaði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, grein í Viðskiptablaðið í gær þar sem hann leggur til að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Afar svartsýnir fyrir kjaraviðræður Það styttist í kjaraviðræður og hagsmunaöflin eru þegar komin á fullt. Nafnlaus auglýsingaherferð hefur til dæmis vakið talsverð viðbrögð á Facebook en Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að það væri VR sem stæði að baki henni. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við fréttastofu. Hér má líta dæmi úr herferðinni. Við horfðum á auglýsinguna, sem má finna með því að klikka á slóðina hér að framan, með Ólafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hér má sjá skjáskot af Facebook-herferð VR, þar sem Þorsteinn Bachmann spilar stórt hlutverk.vísir/skjáskot Þetta rímar nú svona aðeins við þær hugmyndir sem þú ert að tala um er það ekki? „Já, já, þetta er bara ágætt dæmi um þá umræðu sem verður til þegar þegar stóru fyrirtækin misstíga sig svoldið og þau þurfa bara að gæta alveg sérstaklega vel að sér,“ segir Ólafur. Hann telur nefnilega hætt við að fólk leggi öll fyrirtæki landsins að jöfnu. „Það er að sjálfsögðu hættan að menn setji alla atvinnurekendur undir sama hatt og segi það er nóg til þarna - er ekki nóg til alls staðar?“ segir Ólafur. Það sé alls ekki raunin og smærri fyrirtæki hafi lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana við efnahagsástandið eins og það er í dag. Almennt eru báðar hliðar því svartsýnar á kjaraviðræðurnar. „Það eru margir í mínu félagi, minni atvinnurekendur, sem hafa miklar áhyggjur af haustinu og ástandinu á vinnumarkaðinum. Þannig að jú það er óhætt að segja að menn eru ekkert óskaplega bjartsýnir á stöðuna,“ segir Ólafur og Þórarinn hjá Öldunni tekur í sama streng: „Ég hef allavega ekki mikla trú á að hún skili einhverri tímamótaniðurstöðu. Já, ég hef pínu áhyggjur af því,“ segir hann.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira