Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Lúðvík Júliusson skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Hver gætir þess að réttar upplýsingar séu aðgengilegar réttum einstaklingum? Svarið er enginn. Aukið aðgengi að upplýsingum á Island.is Í fréttabréfi Stafræns Íslands í ágúst 2022 er aukið aðgengi að upplýsingum um börn kynntar. Nú geta foreldrar sem hafa forsjá, einnig sameiginlega, fengið aðgang að öllum upplýsingum sem tengd hafa verið börnunum. Þetta er framför en ekki er gætt að öryggi skjalanna sem fara í dreifingu. Aðgengi að persónuupplýsingum hins foreldrisins Stafrænt Ísland gætti ekki varúðar þegar opnað var fyrir aðgang að upplýsingum um barnið því samskipti foreldra við stofnanir eru í einhverjum tilfellum tengd við barnið. Ef foreldar búa ekki saman þá geta þeir lesið samskipti sem þeir ættu ekki að hafa aðgang að. Þessar upplýsingar geta varðað viðkvæmar fjárhagslegar, félagslegar- og/eða heilsufarsupplýsingar hins foreldrisins. Ef foreldrar búa ekki saman þá eiga þeir undir engum kringumstæðum að hafa aðgang að persónuupplýsingum hins foreldrisins. Sérstaklega ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er augljóst. Hvernig er hægt að nota þessar upplýsingar? Þessar viðkvæmu persónuupplýsingar er hægt að nota í deilum foreldra eða til að hefja deilur, t.d. um breytingu á forsjá og lögheimili. Í þessum gögnum, þar sem foreldri gefur upp nákvæma mynd af stöðu sinni, er hægt að finna veikleika sem nota má gegn því. Island.is er galopið Á Island.is er hægt að nálgast þessar viðkvæmar persónuupplýsingar um hitt foreldrið. Upplýsingar sem ekki eiga undir neinum kringumstæðum að vera aðgengilegar. Ég er búinn að tilkynna þetta til Island.is, Tryggingastofnunar, Þjóðskrár, Fjármálaráðuneytisins og Persónuverndar. Þau ætla ekki að bregðast við. Engin viðbragðsáætlun er til staðar ef það kemur upp svona stór og viðamikill gagnaleki. Ekkert gerist og þessar upplýsingar eru enn aðgengilegar. Þessi leki gæti varðað þúsundir barna og foreldra. Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Rétt viðbrögð væru að virkja viðbragðsáætlun, loka fyrir dreifingu gagnanna, sannreyna ferla og opna svo aftur fyrir dreifingu þeirra þegar búið væri að leiðrétta skráningu gagnanna. En ekkert gerist, enginn tilkynningahnappur er til og ekkert gerist. Þrír dagar eru síðan ég tilkynnti þetta og aðgengi að þessum gögnum er enn opinn. Stjórnvöld fá algjöra falleinkunn í netöryggismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Persónuvernd Stjórnsýsla Netöryggi Lúðvík Júlíusson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Hver gætir þess að réttar upplýsingar séu aðgengilegar réttum einstaklingum? Svarið er enginn. Aukið aðgengi að upplýsingum á Island.is Í fréttabréfi Stafræns Íslands í ágúst 2022 er aukið aðgengi að upplýsingum um börn kynntar. Nú geta foreldrar sem hafa forsjá, einnig sameiginlega, fengið aðgang að öllum upplýsingum sem tengd hafa verið börnunum. Þetta er framför en ekki er gætt að öryggi skjalanna sem fara í dreifingu. Aðgengi að persónuupplýsingum hins foreldrisins Stafrænt Ísland gætti ekki varúðar þegar opnað var fyrir aðgang að upplýsingum um barnið því samskipti foreldra við stofnanir eru í einhverjum tilfellum tengd við barnið. Ef foreldar búa ekki saman þá geta þeir lesið samskipti sem þeir ættu ekki að hafa aðgang að. Þessar upplýsingar geta varðað viðkvæmar fjárhagslegar, félagslegar- og/eða heilsufarsupplýsingar hins foreldrisins. Ef foreldrar búa ekki saman þá eiga þeir undir engum kringumstæðum að hafa aðgang að persónuupplýsingum hins foreldrisins. Sérstaklega ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er augljóst. Hvernig er hægt að nota þessar upplýsingar? Þessar viðkvæmu persónuupplýsingar er hægt að nota í deilum foreldra eða til að hefja deilur, t.d. um breytingu á forsjá og lögheimili. Í þessum gögnum, þar sem foreldri gefur upp nákvæma mynd af stöðu sinni, er hægt að finna veikleika sem nota má gegn því. Island.is er galopið Á Island.is er hægt að nálgast þessar viðkvæmar persónuupplýsingar um hitt foreldrið. Upplýsingar sem ekki eiga undir neinum kringumstæðum að vera aðgengilegar. Ég er búinn að tilkynna þetta til Island.is, Tryggingastofnunar, Þjóðskrár, Fjármálaráðuneytisins og Persónuverndar. Þau ætla ekki að bregðast við. Engin viðbragðsáætlun er til staðar ef það kemur upp svona stór og viðamikill gagnaleki. Ekkert gerist og þessar upplýsingar eru enn aðgengilegar. Þessi leki gæti varðað þúsundir barna og foreldra. Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Rétt viðbrögð væru að virkja viðbragðsáætlun, loka fyrir dreifingu gagnanna, sannreyna ferla og opna svo aftur fyrir dreifingu þeirra þegar búið væri að leiðrétta skráningu gagnanna. En ekkert gerist, enginn tilkynningahnappur er til og ekkert gerist. Þrír dagar eru síðan ég tilkynnti þetta og aðgengi að þessum gögnum er enn opinn. Stjórnvöld fá algjöra falleinkunn í netöryggismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar