Farið yfir sumarið á Selfossi: „Lið búin að lesa það og loka á þá tvennu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Hólmfríður Magnúsdóttir kom óvænt aftur inn í liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Vísir/Hulda Margrét „Undirbúningurinn var ekki góður, þær voru ekki komnar með mannskapinn sinn og það gekk ekki vel. Náðu ekki að vera komnar í stand þegar mótið byrjar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um stöðu mála á Selfossi en liðið er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með aðeins 15 stig þegar 12 umferðum er lokið. Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira