Endalaus lægðagangur í kortunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 08:10 Ferðamenn á gosstöðvunum hafa ekki farið varhluta af linnulausum lægðunum sem nú ganga yfir landið. Vísir/Vilhelm Ekkert lát virðist ætla að verða á lægðagangi suðvestantil á landinu. Hlýjast og þurrast verður að öllum líkindum á Austurlandi næstu daga. Hlutskipti Íslands þetta sumarið er að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu. „Það er ekki að sjá, það er eiginlega bara endalaust lægðagangur í kortunum,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar hann var spurður hvort búast megi við því að það fari að birta til og stytta upp. „Það er aðeins rólegra sunnudag, mánudag og þriðjudag en svo koma nýjar lægðir.“ Allur ágústmánuður hefur einkennst af blautu og gráu veðri og höfuðborgarbúar hafa vart séð til sólar, í raun eru margir farnir að horfast í augu við það að sumrinu sé sennilega lokið. Óli Þór segir að Ísland þurfi að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu „Við liggjum bara svolítið illa fyrir þessu á meðan þessi hlýindi ganga yfir Evrópu.“ Megum við þá búast við þessu næsta mánuðinn? „Nei, það er langt í það ennþá að við getum sagt til um það. Þessar helstu spár eru sammála um 5 daga fram í tímann en svo fara þær í sitthvora áttina.“ Veðurhorfur næsta sólarhringinn Vestlæg átt, 5-15, hvassast norðaustantil. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Lægir heldur í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir, einkum sunnan- og austantil. Fer að rigna um landið suðvestanvert annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Sjá meira
„Það er ekki að sjá, það er eiginlega bara endalaust lægðagangur í kortunum,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar hann var spurður hvort búast megi við því að það fari að birta til og stytta upp. „Það er aðeins rólegra sunnudag, mánudag og þriðjudag en svo koma nýjar lægðir.“ Allur ágústmánuður hefur einkennst af blautu og gráu veðri og höfuðborgarbúar hafa vart séð til sólar, í raun eru margir farnir að horfast í augu við það að sumrinu sé sennilega lokið. Óli Þór segir að Ísland þurfi að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu „Við liggjum bara svolítið illa fyrir þessu á meðan þessi hlýindi ganga yfir Evrópu.“ Megum við þá búast við þessu næsta mánuðinn? „Nei, það er langt í það ennþá að við getum sagt til um það. Þessar helstu spár eru sammála um 5 daga fram í tímann en svo fara þær í sitthvora áttina.“ Veðurhorfur næsta sólarhringinn Vestlæg átt, 5-15, hvassast norðaustantil. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Lægir heldur í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir, einkum sunnan- og austantil. Fer að rigna um landið suðvestanvert annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Sjá meira