Fullviss um að Kína undirbúi innrás Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2022 08:15 Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan. Getty Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. Ráðherrann, Joseph Wu, ræddi fréttamenn í morgun. Kínverjar héldu uppteknum hætti með heræfingar sínar í morgun en Taívan hefur svarað í sömu mynt og hófu sambærilegar æfingar í dag. Wu sakar nú Kínverja um gróf brot á alþjóðalögum. „Kínverjar hafa notað þessar æfingar til þess að undirbúa innrás sína í Taívan. Þeir eru að framkvæma mjög umfangsmiklar heræfingar með stórskotaliðshernaði. Við það bæta þeir árásum á tölvubúnað, dreifingu falsfrétta og efnahagsþvingunum, allt til þess að veikja stöðu Taívan.“ Hann segir æfingar hersins myndu hafa tekið mun lengri tíma, væru þær viðbrögð við heimsókn Pelosi. Taktík Kínverja segir hann ganga út á það að bægja öðrum ríkjum frá því að grípa inn í átökin og gera tilraun til þess að stilla til friðar milli ríkjanna. „Markmið Kína er hrófla við núverandi stöðu í Taívansundi og ríkinu í heild,“ segir Joseph Wu. Í síðustu viku fóru um hundrað kínversk skip yfir miðlínu Taívansunds, óformleg landamæri ríkjanna, sem bæði ríki höfðu virt fram að þessu. Wu segir yfirvöld í Peking því í raun búin að slá eign sinni á sundið. Hann segir aðgerðir Kínverja beinlínis hafa miðað að því að virða samkomulag um sundið að vettugi. „Þeir munu sennilega ekki stoppa hér, en áframhaldandi tilraunir Kínverja til þess að ógna Taívan munu ekki vekja upp skelfingu, né munu þeir nokkurn tímann sigra okkur, “ sagði Wu að lokum. Taívan Kína Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Ráðherrann, Joseph Wu, ræddi fréttamenn í morgun. Kínverjar héldu uppteknum hætti með heræfingar sínar í morgun en Taívan hefur svarað í sömu mynt og hófu sambærilegar æfingar í dag. Wu sakar nú Kínverja um gróf brot á alþjóðalögum. „Kínverjar hafa notað þessar æfingar til þess að undirbúa innrás sína í Taívan. Þeir eru að framkvæma mjög umfangsmiklar heræfingar með stórskotaliðshernaði. Við það bæta þeir árásum á tölvubúnað, dreifingu falsfrétta og efnahagsþvingunum, allt til þess að veikja stöðu Taívan.“ Hann segir æfingar hersins myndu hafa tekið mun lengri tíma, væru þær viðbrögð við heimsókn Pelosi. Taktík Kínverja segir hann ganga út á það að bægja öðrum ríkjum frá því að grípa inn í átökin og gera tilraun til þess að stilla til friðar milli ríkjanna. „Markmið Kína er hrófla við núverandi stöðu í Taívansundi og ríkinu í heild,“ segir Joseph Wu. Í síðustu viku fóru um hundrað kínversk skip yfir miðlínu Taívansunds, óformleg landamæri ríkjanna, sem bæði ríki höfðu virt fram að þessu. Wu segir yfirvöld í Peking því í raun búin að slá eign sinni á sundið. Hann segir aðgerðir Kínverja beinlínis hafa miðað að því að virða samkomulag um sundið að vettugi. „Þeir munu sennilega ekki stoppa hér, en áframhaldandi tilraunir Kínverja til þess að ógna Taívan munu ekki vekja upp skelfingu, né munu þeir nokkurn tímann sigra okkur, “ sagði Wu að lokum.
Taívan Kína Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira