Giftu sig degi of snemma Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 23:00 Þrátt fyrir að gosið hafi byrjað degi eftir brúðkaupið náðu Michael, Benno og Julija að skella sér í myndatöku við hraunið. Aðsend Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum. Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija. Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija.
Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira