Næsti Usain Bolt setti heimsmet og sýndi „hrokann“ sem Bolt var frægur fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 16:15 Botsvanamaðurinn Letsile Tebogo með gullið sitt ásamt silfurstráknum Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka og bronsstráknum Benjamin Richardson frá Suður-Afríku. Getty/Pedro Vilela Letsile Tebogo er framtíðarstjarna í frjálsum íþróttum ef marka má frammistöðu hans á HM unglinga á dögunum. Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira