Hvað þýðir verðbólgan sem nú geisar innanlands fyrir þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. ágúst 2022 11:31 Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Efnahagsmál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Ástæður og sökudólgar brennandi verðbólgubálsins Nokkrar ástæður hafa verið nefndar af lægra setnum ráðherrum og fræðimönnum af hverju þessi mikla verðbólga stafar. Stríðið í Úkraínu og alþjóðleg verðbólga hafa verið nefnd sem sökudólgar. Að auki hefur Seðlabankinn minnst á að innlend verðbólga gæti átt hlut að máli og að óvissa væri um erlendu áhrifin þó fyrrum starfsmaður bankans geri það ekki í sínum útskýringum, heldur segir erlendu áhrifin aðalsökudólginn. Í fersku minni er þegar útrásarvíkingarnir okkar sálugu og nú upprisnu, skelltu skuldinni á alþjóðlega fjármálakreppu fyrir bankahruninu hér um árið. Hraun í ÖxnadalListamaður óþekktur Hverjar svo sem ástæðurnar fyrir verðbólgubálinu eru að þá er það ljóst að mikil verðbólga eykur á félagslegan ójöfnuð og dregur úr samstöðu milli þjóðfélagshópa. Togstreita á milli tekjuhópa verður til og getur aukist svo mjög að til alvarlegra átaka geta komið á vinnumarkaði sem allt stefnir í að verði reyndin í haust og vetur. Engin „stétt með stétt“ mun komast að við lausn þeirrar empirísku jöfnu nú þegar að höfuðstóll verðtryggðu húsnæðislánanna þinna hækka um hundruðir þúsunda á mánuði, matarkarfan þín hefur hækkað og þú kemst nú færri kílómetra á bílnum þínum en áður nema náttúrulega ef að þú hefur haft efni á að splæsa í niðurgreiddan efri stéttar rafmagnsbíl sem ég reyndar efast um að þú hafir haft efni á ef þú „lækar“ og deilir þessari grein. Verðbólgan hefur einnig haft þau áhrif að launin þín hafa lækkað að raunvirði gagnvart flestallri vöru og þjónustu. Tími óþekkta listamannsins og heimaklipptra hárkolla hjá flestum heimilum landsins er runninn upp að nýju eftir ríflega 10 ára hlé, jafnvel þó að farið verði í neyðaraðgerðir strax til bjargar heimilunum. Höfundur er byggingarverkfræðingur. p.s. Málverkið sem fylgir greininni hangir uppi á heimili mínu á Selfossi en tengist þessari grein ekki beint, hún tengist betur annarri nýlegri grein[1]. [1] https://www.visir.is/g/20222292306d/hae-verd-bolgu-balid-brennur-bjarma-a-kinnar-slaer
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar