Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. ágúst 2022 14:30 Nicola Gratteri saksóknari Getty Images Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi. Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira