Fékk líflátshótanir eftir klúðrið í Abu Dhabi: „Rasísk, ofbeldisfull og viðbjóðsleg skilaboð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 15:45 Masi vildi ekki tala við neinn eftir atvikið og einangraði sig. Bryn Lennon/Getty Images Ástralinn Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri í Formúlu 1, gerði afdrifarík mistök í lokakeppni síðasta keppnistímabils. Hann segir sig og fjölskyldu sína hafa fengið líflátshótanir eftir atvikið. Hinn 44 ára gamli Masi fór ekki eftir reglum í lokakeppni tímabilsins þar sem Hollendingurinn Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton eftir öryggisbíl í lok keppninnar. Með því tryggði Verstappen sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Hamiltons. Hamilton hefði með sigri unnið sinn áttunda heimsmeistaratitil en hann og Michael Schumacher hafa unnið flesta í sögunni, sjö talsins. Stuðningsfólk Bretans virðast hafa látið reiði sína vegna málsins bitna á Masi. „Þetta voru myrkir dagar,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Masi. „Algjörlega, mér leið eins og ég væri hataðasti maður heims. Ég fékk líflátshótanir. Fólk sagði að þau kæmu á eftir mér og fjölskyldu minni,“ FIA, yfirstofnun Formúlu 1, rannsakaði málið og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að mannleg mistök hefðu orðið þess valdandi að reglunum var misbeitt í lokakeppninni í Abu Dhabi í desember. Masi hætti í kjölfarið hjá FIA, en hann lauk formlega störfum fyrr í þessum mánuði. „Þetta voru sjokkerandi skilaboð,“ sagði hann um þau sem voru send á hann í gegnum samfélagsmiðla. Rasísk, ofbeldisfull, viðbjóðsleg - þau kölluðu mig öllum nöfnum undir sólinni.“ sagði Masi sem segist hafa einangrað sig í kjölfarið. „Ég vildi ekki tala við neinn,“ sagði Masi. „Ekki einu sinni fjölskyldu mína og vini. Ég talaði aðeins við mína nánustu fjölskyldu, en ekki mikið.“ Akstursíþróttir Ástralía Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Masi fór ekki eftir reglum í lokakeppni tímabilsins þar sem Hollendingurinn Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton eftir öryggisbíl í lok keppninnar. Með því tryggði Verstappen sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Hamiltons. Hamilton hefði með sigri unnið sinn áttunda heimsmeistaratitil en hann og Michael Schumacher hafa unnið flesta í sögunni, sjö talsins. Stuðningsfólk Bretans virðast hafa látið reiði sína vegna málsins bitna á Masi. „Þetta voru myrkir dagar,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Masi. „Algjörlega, mér leið eins og ég væri hataðasti maður heims. Ég fékk líflátshótanir. Fólk sagði að þau kæmu á eftir mér og fjölskyldu minni,“ FIA, yfirstofnun Formúlu 1, rannsakaði málið og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að mannleg mistök hefðu orðið þess valdandi að reglunum var misbeitt í lokakeppninni í Abu Dhabi í desember. Masi hætti í kjölfarið hjá FIA, en hann lauk formlega störfum fyrr í þessum mánuði. „Þetta voru sjokkerandi skilaboð,“ sagði hann um þau sem voru send á hann í gegnum samfélagsmiðla. Rasísk, ofbeldisfull, viðbjóðsleg - þau kölluðu mig öllum nöfnum undir sólinni.“ sagði Masi sem segist hafa einangrað sig í kjölfarið. „Ég vildi ekki tala við neinn,“ sagði Masi. „Ekki einu sinni fjölskyldu mína og vini. Ég talaði aðeins við mína nánustu fjölskyldu, en ekki mikið.“
Akstursíþróttir Ástralía Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira