Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 16:21 Að sögn lögreglu var neyðaráætlun vegna flugverndar virkjuð á Keflavíkurflugvelli eftir að tilkynningin barst um sprengjuhótun. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Í myndskeiði sem hann birtir á miðlinum TikTok sýnir hann frá því þegar farþegar voru fluttir úr vélinni í flugskýli, þeir myndaðir af lögreglu og farangur þeirra fjarlægður. Um var að ræða farþega um borð í farþegaþotu þýska flugfélagsins Condor sem var á leið frá Frankfurt til Seattle í Bandaríkjunum. Flugvélinni var snúið við yfir Grænlandi síðdegis á mánudag eftir að áhöfn tilkynnti að einhver hafi skrifað enska orðið bomb, eða sprengja, á spegil inn á salerni vélarinnar. @winniethejroo what a crazy experience.. still here in iceland will update soon wish me luck Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein Engin sprengja fannst um borð „Ég var tekinn í gíslingu af íslenskum stjórnvöldum,“ skrifar farþeginn sem gengur undir heitinu Winnie The Jroo á TikTok þegar hann er kominn um borð í rútu á flugbraut Keflavíkurflugvallar. Í bakgrunni sjást lögreglumenn framkvæma líkamsleit á öðrum farþegum. Næst segir hann að lögregla hafi skipt farþegunum upp í hópa og bannað þeim að fara á salernið án þess að veita nokkrar upplýsingar um það hvers vegna fólkið var statt á Íslandi. Síðar fékk hann að vita að aðgerðir lögreglunnar hafi komið til vegna tilkynningar um sprengjuhótun. Greint hefur verið frá því að engin sprengja hafi fundist um borð í flugvélinni og sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, síðdegis í gær að ekki væri vitað hver bæri ábyrgð á hótuninni. Rúm milljón manna hafa horft á myndbandið á TikTok þegar þetta er skrifað en Winnie The Jroo er með 1,5 milljónir fylgjenda á miðlinum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Í myndskeiði sem hann birtir á miðlinum TikTok sýnir hann frá því þegar farþegar voru fluttir úr vélinni í flugskýli, þeir myndaðir af lögreglu og farangur þeirra fjarlægður. Um var að ræða farþega um borð í farþegaþotu þýska flugfélagsins Condor sem var á leið frá Frankfurt til Seattle í Bandaríkjunum. Flugvélinni var snúið við yfir Grænlandi síðdegis á mánudag eftir að áhöfn tilkynnti að einhver hafi skrifað enska orðið bomb, eða sprengja, á spegil inn á salerni vélarinnar. @winniethejroo what a crazy experience.. still here in iceland will update soon wish me luck Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein Engin sprengja fannst um borð „Ég var tekinn í gíslingu af íslenskum stjórnvöldum,“ skrifar farþeginn sem gengur undir heitinu Winnie The Jroo á TikTok þegar hann er kominn um borð í rútu á flugbraut Keflavíkurflugvallar. Í bakgrunni sjást lögreglumenn framkvæma líkamsleit á öðrum farþegum. Næst segir hann að lögregla hafi skipt farþegunum upp í hópa og bannað þeim að fara á salernið án þess að veita nokkrar upplýsingar um það hvers vegna fólkið var statt á Íslandi. Síðar fékk hann að vita að aðgerðir lögreglunnar hafi komið til vegna tilkynningar um sprengjuhótun. Greint hefur verið frá því að engin sprengja hafi fundist um borð í flugvélinni og sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, síðdegis í gær að ekki væri vitað hver bæri ábyrgð á hótuninni. Rúm milljón manna hafa horft á myndbandið á TikTok þegar þetta er skrifað en Winnie The Jroo er með 1,5 milljónir fylgjenda á miðlinum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07
Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45