Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 11:38 Talið er að rúmlega 130 þúsund farþegar muni finna fyrir aflýsingum meira en þúsund flugferða frá Frankfurt og München í dag og á morgun. AP/Michael Probst Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22
Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34