Vel gert hjá flugmanninum að koma vélinni niður Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. júlí 2022 19:19 Flugmaður vélarinnar fann góðan stað ofan á Nýjabæjarfjalli til að lenda á. Landhelgisgæslan Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð. Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar klukkan korter yfir sjöí gærkvöldi. Þá var ljóst að flugvél af gerðinni ICP Savannah S hefði nauðlent skammt frá Akureyri en flugmanni vélarinnar hafði tekist að koma út neyðarkalli sem farþegavél á leið til Akureyrar nam. „Strax eftir flugtak eða í útkallinu þá er ljóst að mennirnir eru ómeiddir og þeir komust út að sjálfsdáðum,“ segir Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu. Flugvélinni hafði verið nauðlent á Nýjabæjarfjalli sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Akureyri og átta kílómetrum frá næsta vegslóða. „Það var ljóst miðað við staðsetninguna að þetta væri í þúsund metra hæð og yrði erfitt fyrir fólk að fara að ganga fjallið eða eitthvað slíkt, þannig að við héldum áfram á staðinn,“ segir Magnús. Aðkoman að flugvélinni hafi verið fín og góður lendingastaður fyrir þyrluna. „Við lentum þarna skammt frá flugvélinni og röltum til þeirra og sáum strax að þeir voru standandi og hressir.“ Þeir voru ekkert skelkaðir eftir þetta? „Örugglega eitthvað andlegt áfall en ekkert líkamlegt og bara litu vel út,“ segir Magnús. Mikil mildi hafi verið að flugmaðurinn hafi fundið svo góðan lendingarstað. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið vel gert að koma henni þarna niður og finna þennan stað til að lenda á. Þetta var nokkuð slétt þar sem hún nauðlendir og í kring voru smá hækkanir og snjóbreiður.“ Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar klukkan korter yfir sjöí gærkvöldi. Þá var ljóst að flugvél af gerðinni ICP Savannah S hefði nauðlent skammt frá Akureyri en flugmanni vélarinnar hafði tekist að koma út neyðarkalli sem farþegavél á leið til Akureyrar nam. „Strax eftir flugtak eða í útkallinu þá er ljóst að mennirnir eru ómeiddir og þeir komust út að sjálfsdáðum,“ segir Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu. Flugvélinni hafði verið nauðlent á Nýjabæjarfjalli sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Akureyri og átta kílómetrum frá næsta vegslóða. „Það var ljóst miðað við staðsetninguna að þetta væri í þúsund metra hæð og yrði erfitt fyrir fólk að fara að ganga fjallið eða eitthvað slíkt, þannig að við héldum áfram á staðinn,“ segir Magnús. Aðkoman að flugvélinni hafi verið fín og góður lendingastaður fyrir þyrluna. „Við lentum þarna skammt frá flugvélinni og röltum til þeirra og sáum strax að þeir voru standandi og hressir.“ Þeir voru ekkert skelkaðir eftir þetta? „Örugglega eitthvað andlegt áfall en ekkert líkamlegt og bara litu vel út,“ segir Magnús. Mikil mildi hafi verið að flugmaðurinn hafi fundið svo góðan lendingarstað. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið vel gert að koma henni þarna niður og finna þennan stað til að lenda á. Þetta var nokkuð slétt þar sem hún nauðlendir og í kring voru smá hækkanir og snjóbreiður.“
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53