Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 22:01 Joan Laporta, forseti Barcelona og Xavi Hernández er sá síðarnefndi var tilkynntur sem nýr þjálfari Barcelona á síðasta ári. Pedro Salado/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti nýverið tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Börsunga. Fjárfestingafélagið á því nú 25 prósent af því sem mun koma í kassann í gegnum slíkar tekjur á komandi árum. Fyrr í júlímánuði greindi Vísir frá því að Sixth Street hefði keypt tíu prósent af sjónvarpsrétti Barcelona næstu 25 árin. Alls borgaði félagið 270 milljónir evra fyrir réttinn en hann var um tíma í hættu þar sem Barcelona hafði þegar fengið lán hjá bandaríska bankanum Goldman Sachs. Barcelona fékk 595 milljónir evra að láni frá bankanum á síðasta ári með veði í sjónvarpsrétti félagsins og því getur félagið ekki selt sjónvarpsréttinn án samráðs við bankann. Samningur Barcelona við Sixth Street gerir það að verkum að spænska félagið getur eytt 267 milljónum á þessari leiktíð. Það hefur nú þegar fest kaup á Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir samtals 93 milljónir evra. Þá gengu þeir Andreas Christensen og Franck Kessié í raðir félagsins á frjálsri sölu. Barcelona sell further 15% of LaLiga TV rights to Sixth Street https://t.co/5TB9FiGZDs pic.twitter.com/6W8080djwU— Reuters (@Reuters) July 22, 2022 Ekki nóg með það heldur eru Börsungar á höttunum á eftir Jules Koundé hjá Sevilla, César Azpilicueta og Marcos Alonso hjá Chelsea ásamt Bernardo Silva hjá Manchester City. Þó Barcelona hafi nú smá pening milli handanna þá nema skuldir félagsins vel yfir milljarð evra og þá á hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong enn inni þónokkrar milljónir evra í ógreidd laun. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Kaupandinn er fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti nýverið tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Börsunga. Fjárfestingafélagið á því nú 25 prósent af því sem mun koma í kassann í gegnum slíkar tekjur á komandi árum. Fyrr í júlímánuði greindi Vísir frá því að Sixth Street hefði keypt tíu prósent af sjónvarpsrétti Barcelona næstu 25 árin. Alls borgaði félagið 270 milljónir evra fyrir réttinn en hann var um tíma í hættu þar sem Barcelona hafði þegar fengið lán hjá bandaríska bankanum Goldman Sachs. Barcelona fékk 595 milljónir evra að láni frá bankanum á síðasta ári með veði í sjónvarpsrétti félagsins og því getur félagið ekki selt sjónvarpsréttinn án samráðs við bankann. Samningur Barcelona við Sixth Street gerir það að verkum að spænska félagið getur eytt 267 milljónum á þessari leiktíð. Það hefur nú þegar fest kaup á Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir samtals 93 milljónir evra. Þá gengu þeir Andreas Christensen og Franck Kessié í raðir félagsins á frjálsri sölu. Barcelona sell further 15% of LaLiga TV rights to Sixth Street https://t.co/5TB9FiGZDs pic.twitter.com/6W8080djwU— Reuters (@Reuters) July 22, 2022 Ekki nóg með það heldur eru Börsungar á höttunum á eftir Jules Koundé hjá Sevilla, César Azpilicueta og Marcos Alonso hjá Chelsea ásamt Bernardo Silva hjá Manchester City. Þó Barcelona hafi nú smá pening milli handanna þá nema skuldir félagsins vel yfir milljarð evra og þá á hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong enn inni þónokkrar milljónir evra í ógreidd laun.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira