Enn óvíst hvort þjálfari Englands fær að vera á stórleiknum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 09:31 Sarina Wiegman vonast til að geta glaðst með leikmönnum í kvöld með sigri á Spánverjum, laus úr einangrun. Getty/Catherine Ivill Átta liða úrslitin á EM kvenna í fótbolta hefjast í kvöld og það með stórleik því heimakonur í Englandi mæta þá Spánverjum í Brighton. Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira