W-in seldust upp hjá Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 07:29 Robert Lewandowski tók þátt í upphitun fyrir leikinn við Inter Miami í Flórída í nótt. Getty/Michael Reaves Robert Lewandowski var á staðnum en spilaði þó ekki þegar Barcelona vann Inter Miami 6-0 í fyrsta vináttuleik sínum á undirbúningstímabilinu. Hann virðist afar vinsæll sem nýjasta stjarna Börsunga. Barcelona þarf að greiða Bayern München 45 milljónir evra, og 5 milljónir evra til viðbótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fyrir hinn 33 ára gamla Lewandowski sem skoraði 35 mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Einhvern hluta af þessari upphæð nær Barcelona, í sinni miklu fjárhagskrísu, til baka með því að nýta áhugann sem er á pólska markahróknum. Það er ef til vill til marks um þann áhuga að í verslun Barcelona, eftir að tilkynnt var um kaupin á Lewandowski, seldist bókstafurinn W upp og því um tíma ekki hægt að kaupa treyju merkta honum. Barcelona have really run out of the letter W because of Lewandowski (via @forcabarca_ar) pic.twitter.com/1RjU8KRI9c— ESPN FC (@ESPNFC) July 19, 2022 Þó að Lewandowski hafi látið sjá sig í upphitun Barcelona fyrir leikinn í Bandaríkjunum í nótt þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Annar nýr leikmaður liðsins var hins vegar á meðal markaskorara í 6-0 sigrinum því Raphinha, sem kom frá Leeds fyrir 58 milljónir evra, kom að þremur fyrstu mörkunum og skoraði eitt þeirra. Pierre-Emerick Aubameyang, Ansu Fati, Gavi, Memphis Depay og Ousmane Dembele skoruðu hin fimm mörkin. Barcelona heldur undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð áfram með því að mæta erkifjendunum í Real Madrid í Las Vegas á laugardag. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Barcelona þarf að greiða Bayern München 45 milljónir evra, og 5 milljónir evra til viðbótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fyrir hinn 33 ára gamla Lewandowski sem skoraði 35 mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Einhvern hluta af þessari upphæð nær Barcelona, í sinni miklu fjárhagskrísu, til baka með því að nýta áhugann sem er á pólska markahróknum. Það er ef til vill til marks um þann áhuga að í verslun Barcelona, eftir að tilkynnt var um kaupin á Lewandowski, seldist bókstafurinn W upp og því um tíma ekki hægt að kaupa treyju merkta honum. Barcelona have really run out of the letter W because of Lewandowski (via @forcabarca_ar) pic.twitter.com/1RjU8KRI9c— ESPN FC (@ESPNFC) July 19, 2022 Þó að Lewandowski hafi látið sjá sig í upphitun Barcelona fyrir leikinn í Bandaríkjunum í nótt þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Annar nýr leikmaður liðsins var hins vegar á meðal markaskorara í 6-0 sigrinum því Raphinha, sem kom frá Leeds fyrir 58 milljónir evra, kom að þremur fyrstu mörkunum og skoraði eitt þeirra. Pierre-Emerick Aubameyang, Ansu Fati, Gavi, Memphis Depay og Ousmane Dembele skoruðu hin fimm mörkin. Barcelona heldur undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð áfram með því að mæta erkifjendunum í Real Madrid í Las Vegas á laugardag.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira