W-in seldust upp hjá Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 07:29 Robert Lewandowski tók þátt í upphitun fyrir leikinn við Inter Miami í Flórída í nótt. Getty/Michael Reaves Robert Lewandowski var á staðnum en spilaði þó ekki þegar Barcelona vann Inter Miami 6-0 í fyrsta vináttuleik sínum á undirbúningstímabilinu. Hann virðist afar vinsæll sem nýjasta stjarna Börsunga. Barcelona þarf að greiða Bayern München 45 milljónir evra, og 5 milljónir evra til viðbótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fyrir hinn 33 ára gamla Lewandowski sem skoraði 35 mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Einhvern hluta af þessari upphæð nær Barcelona, í sinni miklu fjárhagskrísu, til baka með því að nýta áhugann sem er á pólska markahróknum. Það er ef til vill til marks um þann áhuga að í verslun Barcelona, eftir að tilkynnt var um kaupin á Lewandowski, seldist bókstafurinn W upp og því um tíma ekki hægt að kaupa treyju merkta honum. Barcelona have really run out of the letter W because of Lewandowski (via @forcabarca_ar) pic.twitter.com/1RjU8KRI9c— ESPN FC (@ESPNFC) July 19, 2022 Þó að Lewandowski hafi látið sjá sig í upphitun Barcelona fyrir leikinn í Bandaríkjunum í nótt þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Annar nýr leikmaður liðsins var hins vegar á meðal markaskorara í 6-0 sigrinum því Raphinha, sem kom frá Leeds fyrir 58 milljónir evra, kom að þremur fyrstu mörkunum og skoraði eitt þeirra. Pierre-Emerick Aubameyang, Ansu Fati, Gavi, Memphis Depay og Ousmane Dembele skoruðu hin fimm mörkin. Barcelona heldur undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð áfram með því að mæta erkifjendunum í Real Madrid í Las Vegas á laugardag. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Sjá meira
Barcelona þarf að greiða Bayern München 45 milljónir evra, og 5 milljónir evra til viðbótar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fyrir hinn 33 ára gamla Lewandowski sem skoraði 35 mörk í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð. Einhvern hluta af þessari upphæð nær Barcelona, í sinni miklu fjárhagskrísu, til baka með því að nýta áhugann sem er á pólska markahróknum. Það er ef til vill til marks um þann áhuga að í verslun Barcelona, eftir að tilkynnt var um kaupin á Lewandowski, seldist bókstafurinn W upp og því um tíma ekki hægt að kaupa treyju merkta honum. Barcelona have really run out of the letter W because of Lewandowski (via @forcabarca_ar) pic.twitter.com/1RjU8KRI9c— ESPN FC (@ESPNFC) July 19, 2022 Þó að Lewandowski hafi látið sjá sig í upphitun Barcelona fyrir leikinn í Bandaríkjunum í nótt þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Annar nýr leikmaður liðsins var hins vegar á meðal markaskorara í 6-0 sigrinum því Raphinha, sem kom frá Leeds fyrir 58 milljónir evra, kom að þremur fyrstu mörkunum og skoraði eitt þeirra. Pierre-Emerick Aubameyang, Ansu Fati, Gavi, Memphis Depay og Ousmane Dembele skoruðu hin fimm mörkin. Barcelona heldur undirbúningi sínum fyrir næstu leiktíð áfram með því að mæta erkifjendunum í Real Madrid í Las Vegas á laugardag.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn