Haller greindist með æxli í eistum Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 07:31 Sebastien Haller í æfingabúðum Dortmund í Sviss. Hann er nú farinn til Þýskalands í rannsóknir vegna æxlis í eistum. Getty/David Inderlied Sébastien Haller, arftaki Erlings Haaland hjá þýska knattspyrnufélaginu Dortmund, hefur yfirgefið æfingabúðir liðsins í Sviss eftir að hafa greinst með æxli í eistum. Haller, sem er 28 ára gamall, kvartaði fyrst undan óþægindum á æfingu á mánudaginn. Æxlið fannst svo við læknisskoðun og Haller fór í kjölfarið til Þýskalands til frekari rannsókna. Ekki er ljóst hvort æxlið er illkynja. „Fréttir dagsins eru mikið áfall fyrir Sebastien Haller og alla aðra,“ er haft eftir Sebastian Kehl, íþróttastjóra Dortmund, á vef The Guardian. „Öll Dortmund-fjölskyldan vonar að Sébastien nái fullum bata eins fljótt og hægt er og að við getum faðmað hann aftur sem fyrst. Við munum gera allt sem við getum til þess að hann fái bestu mögulegu meðferð,“ sagði Kehl. Sebastien #Haller hat das #BVB-Trainingslager in Bad Ragaz krankheitsbedingt verlassen müssen und ist bereits zurück nach Dortmund gereist. Bei Untersuchungen wurde ein Hodentumor entdeckt.Gute Besserung, @HallerSeb! Weitere Infos: https://t.co/XPaNATxgDI pic.twitter.com/v6hA6MeGLV— Borussia Dortmund (@BVB) July 18, 2022 Haller kom til Dortmund fyrr í þessum mánuði frá Ajax, fyrir 31 milljón evra, til að hjálpa til við að fylla í skarðið stóra sem Erling Haaland skildi eftir sig þegar hann fór til Manchester City. Haller skoraði 34 mörk fyrir Ajax á síðustu leiktíð, þar af 11 í aðeins átta leikjum í Meistaradeild Evrópu. Hann er fæddur í Frakklandi en er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Haller, sem er 28 ára gamall, kvartaði fyrst undan óþægindum á æfingu á mánudaginn. Æxlið fannst svo við læknisskoðun og Haller fór í kjölfarið til Þýskalands til frekari rannsókna. Ekki er ljóst hvort æxlið er illkynja. „Fréttir dagsins eru mikið áfall fyrir Sebastien Haller og alla aðra,“ er haft eftir Sebastian Kehl, íþróttastjóra Dortmund, á vef The Guardian. „Öll Dortmund-fjölskyldan vonar að Sébastien nái fullum bata eins fljótt og hægt er og að við getum faðmað hann aftur sem fyrst. Við munum gera allt sem við getum til þess að hann fái bestu mögulegu meðferð,“ sagði Kehl. Sebastien #Haller hat das #BVB-Trainingslager in Bad Ragaz krankheitsbedingt verlassen müssen und ist bereits zurück nach Dortmund gereist. Bei Untersuchungen wurde ein Hodentumor entdeckt.Gute Besserung, @HallerSeb! Weitere Infos: https://t.co/XPaNATxgDI pic.twitter.com/v6hA6MeGLV— Borussia Dortmund (@BVB) July 18, 2022 Haller kom til Dortmund fyrr í þessum mánuði frá Ajax, fyrir 31 milljón evra, til að hjálpa til við að fylla í skarðið stóra sem Erling Haaland skildi eftir sig þegar hann fór til Manchester City. Haller skoraði 34 mörk fyrir Ajax á síðustu leiktíð, þar af 11 í aðeins átta leikjum í Meistaradeild Evrópu. Hann er fæddur í Frakklandi en er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar.
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira