„Við bjuggumst aldrei við þessu“ Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 08:00 Brynja Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, sést hér á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Vísir/Vilhelm Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við Brynju Scheving, móðir Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, á stuðningsmannsvæði Íslands í Englandi. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Auður fór ásamt fjölskyldu sinni til Englands að fylgjast með stelpunum okkar spila á EM en ferðin tók óvænta stefnubreytingu þegar Auður varð skyndilega orðinn hluti af sjálfum landsliðshópnum stuttu eftir komuna til Englands. Auður er markvörður sem spilar með Aftureldingu í Bestu-deildinni, á láni frá Val. „Við komum hingað saman og ætluðum að vera 10 saman í húsi. Við erum nýlent inn um dyrnar þegar Auður fær símtal,“ sagði Brynja en í því símtali fékk Auður að vita að búið væri að kalla hana upp inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik mótsins gegn Belgíu. „Þetta var bara gæsahúð,“ bætti Brynja við. „Hún átti að vera hliðina á mér í stúkunni en hún verður þarna einhvers staðar á varamannabekknum. Við bjuggumst aldrei við þessu en svona er boltinn.“ Auður mætti til Englands sem áhorfandi en ekki leikmaður og var því vissulega ekki með réttan búnað til knattspyrnuiðkunar meðferðis. Það þurfti því í flýti að redda markmannshönskum, takkaskóm og öðru þvíumlíkt fyrir Auði. „Ég skilaði henni niður á hótel hjá KSÍ og þau sáu um þetta en svo voru líka einhverjar græjur sendar að heiman.“ Brynja finnur vissulega til með Cecilíu Rán sem missir af sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en eins og gamla klisjan segir, þá kemur alltaf maður í manns stað. „Það eru bara forréttindi fyrir hana að fá að upplifa þetta ævintýri,“ sagði Brynja að lokum. Klippa: Dóttirin endaði óvænt í landsliðshópnum EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57 Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32 Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30 Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Auður fór ásamt fjölskyldu sinni til Englands að fylgjast með stelpunum okkar spila á EM en ferðin tók óvænta stefnubreytingu þegar Auður varð skyndilega orðinn hluti af sjálfum landsliðshópnum stuttu eftir komuna til Englands. Auður er markvörður sem spilar með Aftureldingu í Bestu-deildinni, á láni frá Val. „Við komum hingað saman og ætluðum að vera 10 saman í húsi. Við erum nýlent inn um dyrnar þegar Auður fær símtal,“ sagði Brynja en í því símtali fékk Auður að vita að búið væri að kalla hana upp inn í landsliðshópinn í staðinn fyrir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik mótsins gegn Belgíu. „Þetta var bara gæsahúð,“ bætti Brynja við. „Hún átti að vera hliðina á mér í stúkunni en hún verður þarna einhvers staðar á varamannabekknum. Við bjuggumst aldrei við þessu en svona er boltinn.“ Auður mætti til Englands sem áhorfandi en ekki leikmaður og var því vissulega ekki með réttan búnað til knattspyrnuiðkunar meðferðis. Það þurfti því í flýti að redda markmannshönskum, takkaskóm og öðru þvíumlíkt fyrir Auði. „Ég skilaði henni niður á hótel hjá KSÍ og þau sáu um þetta en svo voru líka einhverjar græjur sendar að heiman.“ Brynja finnur vissulega til með Cecilíu Rán sem missir af sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu en eins og gamla klisjan segir, þá kemur alltaf maður í manns stað. „Það eru bara forréttindi fyrir hana að fá að upplifa þetta ævintýri,“ sagði Brynja að lokum. Klippa: Dóttirin endaði óvænt í landsliðshópnum
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57 Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32 Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30 Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Mikil vonbrigði fyrir Ceciliu Rán Cecilia Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er fingurbrotin og leikur þar af leiðandi ekki með íslenska liðinu á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi þessa dagana. 9. júlí 2022 12:57
Berst fyrir EM-sætinu í Mosó Nýliðar Aftureldingar sóttu sér mikinn liðsstyrk á lokadögum félagaskiptagluggans, úr toppliðum landsins, og mæta með sterkari hóp í næstu leiki í Bestu deild kvenna í fótbolta. 12. maí 2022 16:32
Mætti sem áhorfandi á EM en breyttist í skyndi í leikmann íslenska landsliðsins Það kemur alltaf leikmaður í stað þeirra sem detta út. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving fékk því tækifærið þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir puttabrotnaði á æfingu fyrir helgi. Evrópumótið var því búið hjá Cecilíu áður en það byrjaði. 11. júlí 2022 22:30
Cecilía áfram hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir áfallið Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ungi markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem meiddist tveimur dögum fyrir fyrsta leik á EM var fljót til baka til Crewe eftir aðgerðina í Þýskalandi. 15. júlí 2022 23:31