Raphinha genginn í raðir Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 14:10 Joan Laporta, forseti Barcelona, og nýjasta viðbótin við leikmannahópinn. Barcelona Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig með prýði hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Þar áður lék hann með Rennes í Frakklandi og Sporting Lissabon í Portúgal. Hann kostar Barcelona 58 milljónir evra. Það var snemma ljóst í sumar að Raphinha yrði ekki áfram í herbúðum Leeds United en ásamt því að vera eftirsóttur af Lundúnarliðunum Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur þá fylgdist Barcelona grannt með gangi máli. Raphinha vildi alltaf fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta. Hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Börsunga í dag. Skrifar hann undir samning til ársins 2027. Raphinha & @BarcaAcademy pic.twitter.com/535G209SEn— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 15, 2022 Þrátt fyrir að standa í allskyns fjármálalimbó þá hefur Barcelona verið duglegt að sækja leikmenn í sumar. Franck Kessié og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu og þá hefur félagið verið orðað við haug af leikmönnum. Til að fjármagna allt þetta virðist sem Frenkie de Jong þurfi að fara til Manchester United en sú sala strandar á þeirri staðreynd að Börsungar skulda Frenkie dágóða summu sem hann vill ekki láta eftir. Það breytir ekki því að Barcelona er komið með nýjan brasilískan vængmann en þeir hafa oftar en ekki gert gott mót á Nývangi. Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Raphinha hefur staðið sig með prýði hjá Leeds United í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár. Þar áður lék hann með Rennes í Frakklandi og Sporting Lissabon í Portúgal. Hann kostar Barcelona 58 milljónir evra. Það var snemma ljóst í sumar að Raphinha yrði ekki áfram í herbúðum Leeds United en ásamt því að vera eftirsóttur af Lundúnarliðunum Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur þá fylgdist Barcelona grannt með gangi máli. Raphinha vildi alltaf fara til Barcelona og fékk ósk sína uppfyllta. Hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Börsunga í dag. Skrifar hann undir samning til ársins 2027. Raphinha & @BarcaAcademy pic.twitter.com/535G209SEn— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 15, 2022 Þrátt fyrir að standa í allskyns fjármálalimbó þá hefur Barcelona verið duglegt að sækja leikmenn í sumar. Franck Kessié og Andreas Christensen komu á frjálsri sölu og þá hefur félagið verið orðað við haug af leikmönnum. Til að fjármagna allt þetta virðist sem Frenkie de Jong þurfi að fara til Manchester United en sú sala strandar á þeirri staðreynd að Börsungar skulda Frenkie dágóða summu sem hann vill ekki láta eftir. Það breytir ekki því að Barcelona er komið með nýjan brasilískan vængmann en þeir hafa oftar en ekki gert gott mót á Nývangi.
Fótbolti Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. 14. júlí 2022 13:31
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00