Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 17:05 Bókasafnið í Vinton er óstarfhæft eftir röð uppsagna hjá starfsfólki safnsins sem kennir áreitni bæjarbúa um. Vinton Public Library Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum. Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust. Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Almenningsbókasafnið í Vinton hefur verið opið almenningi frá árinu 1904 en síðasta föstudag þurfti að loka safninu vegna manneklu. Eftir að hafa verið með sama yfirbókavörðinn í 32 ár virðist nú ómögulegt að halda fólki í starfinu. Frá síðasta sumri hafa þrír sinnt starfi yfirbókavarðar. Uppsagnirnar koma í kjölfar mikillar óánægju bæjarbúa með bókasafnskost safnsins. Meðal þess sem bæjarbúar eru óánægð yfir er að safnið sé með bækur eftir þekkta demókrata til sýnis, það sé með hinsegin bókmenntir til sýnis og að það vinni hinsegin fólk á safninu. Bækurnar látnar hverfa Janette McMahon sem tók við starfi yfirbókavarðar í maí 2020 og sagði starfinu lausu í júlí 2021 sagði vandræði safnsins hafa hafist með kvörtunum á því hvaða bækur voru til sýnis. Nokkrir bókasafnsgestanna hafi kvartað yfir því að safnið væri með bækur eftir Kamölu Harris og Jill Biden til sýnis. Í stað þess að óánægðir bókasafnsgestir færu í gegnum viðurkennda ferla segir McMahon að fólkið hafi fengið bækurnar lánaðar og svo sleppt því að skila þeim aftur. Það væri alveg eins og að stela bókunum, sagði hún. Síðar hafi borist fleiri kvartanir, nema þá yfir því að safnið væri ekki með nógu margar bækur um Donald Trump til útláns. Fljótlega hafi kvartanirnar breyst í persónulegar árásir og henni hafi ekki liðið öruggri. Því hafi hún sagt starfi sínu lausu. Hinsegin bókmenntir hluti af „frjálslyndum áróðri“ Renee Greenlee tók við sem yfirbókavörður í safninu í nóvember 2021. Hún segir að það hafi aðeins liðið nokkrir mánuðir áður en hún og starfsfólk hennar urðu skotmörk bæjarbúa. Samkvæmt fréttamiðlum í Iowa mætti Brooke Kruckenberg, íbúi Vinton, á stjórnarfund bókasafnsins og las þar upp fyrir fram undirbúna yfirlýsingu. Þar ásakaði Kruckenberg safnið um að bera út „frjálslyndan áróður“ í barnabókavali og ráðningum á Greenlee og starfsfólki hennar sem eru sum hver hinsegin. Greenlee svaraði ásökunum Kruckenberg á þann veg að það væru um 5.800 bækur í barnabókadeildinni og þar af væru innan við tíu barnabækur sem bæru titla sem tengdust hinsegin málefnum. Á fundinum varði Greenlee starfsfólk sitt og sagði safnið sinna öllum bókasafnsgestum. Á næsta stjórnarfundi héldu mótmælin áfram og í maímánuði sagði Greenlee upp. Aðspurð hvers vegna hún hefði hætt neitaði hún að svara. En þá var ekki öll sagan búin. John Neely, starfsmaður safnsins, tók við sem tímabundinn yfirbókavörður eftir að Greenlee hætti. Það entist ekki lengi af því Neely hætti fyrr í þessum mánuði og skildi safnið eftir starfsmannalaust.
Bókmenntir Hinsegin Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent