Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 10:02 Kórónuveirufaraldurinn er hvergi nærri yfirstaðinn og talið er að einn af hverjum 25 Bretum sé smitaður um þessar mundir. epa/Facundo Arrizabalaga Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum. Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira