Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 15:00 Anthony Martial skoraði með snyrtilegri afgreiðslu. Pakawich Damrongkiattisak/Getty Images Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. Man United stillti upp nokkuð sterkara liði en Liverpool en flestar af stjörnum Liverpool komu inn á þegar líða fór á leikinn. Bæði lið notuðu urmul leikmanna í leik sem fór fram í miklum hita og raka. Man Utd get their pre-season up and running with a 4-0 win over Liverpool in Thailand! pic.twitter.com/Y8KXpOJtbC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 12, 2022 Man. United fékk sannkallaða draumabyrjun en Jadon Sancho kom lærisveinum Ten Hag yfir strax á 12. mínútu leiksins. Áfram hélt Man Utd að sækja og eftir langa sókn þar sem boltinn skoppaði á milli manna endaði hann hjá Brasilíumanninum Fred sem lyfti honum snyrtilega yfir landa sinn Alisson í marki Liverpool. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Martial skoraði þá úr þröngu færi þegar hann lyfti boltanum, einnig snyrtilega, yfir öxlina á Alisson sem gerði sitt besta til að loka markinu. Staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var leikurinn töluvert jafnari og átti Mohamed Salah til að mynda skot í stöng fyrir Liverpool. Boltinn féll fyrir fætur Darwin Núñez sem lúðraði yfir af markteig. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks leit fjórða markið dagsins ljós. Facundo Pellestri batt þá endahnút á góða sókn sem miðvörðurinn Eric Bailly hóf með því að vinna boltann og vaða upp völlinn. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur, frábær úrslit í fyrsta leik Erik ten Hag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira
Man United stillti upp nokkuð sterkara liði en Liverpool en flestar af stjörnum Liverpool komu inn á þegar líða fór á leikinn. Bæði lið notuðu urmul leikmanna í leik sem fór fram í miklum hita og raka. Man Utd get their pre-season up and running with a 4-0 win over Liverpool in Thailand! pic.twitter.com/Y8KXpOJtbC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 12, 2022 Man. United fékk sannkallaða draumabyrjun en Jadon Sancho kom lærisveinum Ten Hag yfir strax á 12. mínútu leiksins. Áfram hélt Man Utd að sækja og eftir langa sókn þar sem boltinn skoppaði á milli manna endaði hann hjá Brasilíumanninum Fred sem lyfti honum snyrtilega yfir landa sinn Alisson í marki Liverpool. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 3-0 en Anthony Martial skoraði þá úr þröngu færi þegar hann lyfti boltanum, einnig snyrtilega, yfir öxlina á Alisson sem gerði sitt besta til að loka markinu. Staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var leikurinn töluvert jafnari og átti Mohamed Salah til að mynda skot í stöng fyrir Liverpool. Boltinn féll fyrir fætur Darwin Núñez sem lúðraði yfir af markteig. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks leit fjórða markið dagsins ljós. Facundo Pellestri batt þá endahnút á góða sókn sem miðvörðurinn Eric Bailly hóf með því að vinna boltann og vaða upp völlinn. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur, frábær úrslit í fyrsta leik Erik ten Hag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira