„Hún hefur örugglega elskað þessa athygli“ Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 19:00 Berglind og Sólveig féllust í faðma eftir leikslok í gær. Vilhelm Sólveig Anna Gunnarsdóttir, móðir Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, fagnaði sextugs afmæli sínu í gær á sama tíma og Ísland og Belgía mættust í fyrsta leik liðanna á EM í Englandi. Stuðningsmannahópur Íslands söng afmælissönginn fyrir Sólveigu á stuðningsmannasvæðinu í Manchester fyrir leik. Það fór ekki framhjá Berglindi. „Já ég var búinn að sjá einhver myndbönd af því, alveg geggjað. Hún hefur örugglega elskað þessa athygli,“ sagði Berglind og hló. Sólveig gat varla fengið betri afmælisgjöf þegar hún fylgdist með dóttur sinni skora snemma í síðari hálfleik, fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu þetta árið. „Ég hélt að hjartað ætlaði að springa og svo komu tárin og allt saman. Þetta var geggjað,“ sagði Sólveig þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar er hún sá boltann í netinu. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar. „Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind. Ísland fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik sem Berglind tók. Sólveig vorkenndi dóttur sinni sem var vissulega undir gífurlegri pressu á punktinum og sagðist ekki geta ekki horft á spyrnuna sem Berglind klikkaði á. Berglind hefur ekki klikkað á mörgum vítaspyrnum til þessa. „Ég ætlaði að skora. Ég er búinn að vera að æfa vítaspyrnur alla vikuna og ég man ekki einu sinni eftir því að hafa klúðrað vítaspyrnu áður þannig þetta var alveg týpískt en þetta gerist og það er bara áfram gakk,“ svaraði Berglind, aðspurð að því hvað fór í gegnum hausinn á henni þegar hún tók spyrnuna. Viðtölin við Berglindi og Sólveigu sem og innslag Svövu Kristínar frá gærdeginum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hún hefur örugglega elska þessa athygli EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Stuðningsmannahópur Íslands söng afmælissönginn fyrir Sólveigu á stuðningsmannasvæðinu í Manchester fyrir leik. Það fór ekki framhjá Berglindi. „Já ég var búinn að sjá einhver myndbönd af því, alveg geggjað. Hún hefur örugglega elskað þessa athygli,“ sagði Berglind og hló. Sólveig gat varla fengið betri afmælisgjöf þegar hún fylgdist með dóttur sinni skora snemma í síðari hálfleik, fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu þetta árið. „Ég hélt að hjartað ætlaði að springa og svo komu tárin og allt saman. Þetta var geggjað,“ sagði Sólveig þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar er hún sá boltann í netinu. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar. „Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind. Ísland fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik sem Berglind tók. Sólveig vorkenndi dóttur sinni sem var vissulega undir gífurlegri pressu á punktinum og sagðist ekki geta ekki horft á spyrnuna sem Berglind klikkaði á. Berglind hefur ekki klikkað á mörgum vítaspyrnum til þessa. „Ég ætlaði að skora. Ég er búinn að vera að æfa vítaspyrnur alla vikuna og ég man ekki einu sinni eftir því að hafa klúðrað vítaspyrnu áður þannig þetta var alveg týpískt en þetta gerist og það er bara áfram gakk,“ svaraði Berglind, aðspurð að því hvað fór í gegnum hausinn á henni þegar hún tók spyrnuna. Viðtölin við Berglindi og Sólveigu sem og innslag Svövu Kristínar frá gærdeginum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hún hefur örugglega elska þessa athygli
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira