„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 18:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnaði marki sínu vel og innilega. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. „Þetta var gríðarlega erfiður og fjörugur leikur og í rauninni bara fúlt að hafa ekki unnið hann,“ sagði Berglind Björg í samtali við RÚV eftir leik. Berglind kom íslenska liðinu í 1-0 forystu þegar hún stangaði fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið á 50. mínútu, en eins og áður segir hafði Berglind klikkað á vítaspyrnu í fyrri hálfleikþ „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður og það var auðvitað bara mjög gaman að skora. Ég sá að hann var að koma á fjær og ég sá þetta alveg inni.“ „Þetta var bara léttir. Það var geggjað móment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og bara algjört æði.“ Berglind vildi þó ekki dvelja of lengi við vítaspyrnuna sem hún klikkaði á og hélt svörum sínum við spurningum um hana stuttum. „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Ég þarf bara að gera betur,“ sagði Berglind um vítaspyrnuna. Berglind fór svo að lokum stuttlega yfir leikinn sjálfan í heild sinni og hún gat verið ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Við vorum ógnandi og varnarleikurinn heilt yfir var mjög góður. Við vorum oft að ná að pressa þær hátt uppi og vinna boltann og koma okkur í góðar stöður. Við þurfum bara að nýta færin betur og við erum að fara að fínpússa okkur fyrir næsta leik.“ „Ég vil bara fá enn meiri gæði fram á við og að við náum að klára á markið. Við vorum að ná að koma okkur í góðar stöður en náðum ekki að klára,“ sagði Berglind Björg að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30 Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
„Þetta var gríðarlega erfiður og fjörugur leikur og í rauninni bara fúlt að hafa ekki unnið hann,“ sagði Berglind Björg í samtali við RÚV eftir leik. Berglind kom íslenska liðinu í 1-0 forystu þegar hún stangaði fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið á 50. mínútu, en eins og áður segir hafði Berglind klikkað á vítaspyrnu í fyrri hálfleikþ „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður og það var auðvitað bara mjög gaman að skora. Ég sá að hann var að koma á fjær og ég sá þetta alveg inni.“ „Þetta var bara léttir. Það var geggjað móment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og bara algjört æði.“ Berglind vildi þó ekki dvelja of lengi við vítaspyrnuna sem hún klikkaði á og hélt svörum sínum við spurningum um hana stuttum. „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Ég þarf bara að gera betur,“ sagði Berglind um vítaspyrnuna. Berglind fór svo að lokum stuttlega yfir leikinn sjálfan í heild sinni og hún gat verið ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Við vorum ógnandi og varnarleikurinn heilt yfir var mjög góður. Við vorum oft að ná að pressa þær hátt uppi og vinna boltann og koma okkur í góðar stöður. Við þurfum bara að nýta færin betur og við erum að fara að fínpússa okkur fyrir næsta leik.“ „Ég vil bara fá enn meiri gæði fram á við og að við náum að klára á markið. Við vorum að ná að koma okkur í góðar stöður en náðum ekki að klára,“ sagði Berglind Björg að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30 Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15
Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30
Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55