„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 18:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnaði marki sínu vel og innilega. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. „Þetta var gríðarlega erfiður og fjörugur leikur og í rauninni bara fúlt að hafa ekki unnið hann,“ sagði Berglind Björg í samtali við RÚV eftir leik. Berglind kom íslenska liðinu í 1-0 forystu þegar hún stangaði fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið á 50. mínútu, en eins og áður segir hafði Berglind klikkað á vítaspyrnu í fyrri hálfleikþ „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður og það var auðvitað bara mjög gaman að skora. Ég sá að hann var að koma á fjær og ég sá þetta alveg inni.“ „Þetta var bara léttir. Það var geggjað móment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og bara algjört æði.“ Berglind vildi þó ekki dvelja of lengi við vítaspyrnuna sem hún klikkaði á og hélt svörum sínum við spurningum um hana stuttum. „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Ég þarf bara að gera betur,“ sagði Berglind um vítaspyrnuna. Berglind fór svo að lokum stuttlega yfir leikinn sjálfan í heild sinni og hún gat verið ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Við vorum ógnandi og varnarleikurinn heilt yfir var mjög góður. Við vorum oft að ná að pressa þær hátt uppi og vinna boltann og koma okkur í góðar stöður. Við þurfum bara að nýta færin betur og við erum að fara að fínpússa okkur fyrir næsta leik.“ „Ég vil bara fá enn meiri gæði fram á við og að við náum að klára á markið. Við vorum að ná að koma okkur í góðar stöður en náðum ekki að klára,“ sagði Berglind Björg að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30 Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Þetta var gríðarlega erfiður og fjörugur leikur og í rauninni bara fúlt að hafa ekki unnið hann,“ sagði Berglind Björg í samtali við RÚV eftir leik. Berglind kom íslenska liðinu í 1-0 forystu þegar hún stangaði fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið á 50. mínútu, en eins og áður segir hafði Berglind klikkað á vítaspyrnu í fyrri hálfleikþ „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður og það var auðvitað bara mjög gaman að skora. Ég sá að hann var að koma á fjær og ég sá þetta alveg inni.“ „Þetta var bara léttir. Það var geggjað móment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og bara algjört æði.“ Berglind vildi þó ekki dvelja of lengi við vítaspyrnuna sem hún klikkaði á og hélt svörum sínum við spurningum um hana stuttum. „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Ég þarf bara að gera betur,“ sagði Berglind um vítaspyrnuna. Berglind fór svo að lokum stuttlega yfir leikinn sjálfan í heild sinni og hún gat verið ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Við vorum ógnandi og varnarleikurinn heilt yfir var mjög góður. Við vorum oft að ná að pressa þær hátt uppi og vinna boltann og koma okkur í góðar stöður. Við þurfum bara að nýta færin betur og við erum að fara að fínpússa okkur fyrir næsta leik.“ „Ég vil bara fá enn meiri gæði fram á við og að við náum að klára á markið. Við vorum að ná að koma okkur í góðar stöður en náðum ekki að klára,“ sagði Berglind Björg að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30 Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15
Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30
Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55