Wilshere leggur skóna á hilluna og gæti tekið við unglingaliði Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Jack Wilshere hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jack Wilshere, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins þrítugur að aldri. Wilshere reis hratt upp á stjörnuhimininn og var hann um tíma talin eitt mesta efni enskrar knattspyrnu. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og 18 ára gamall lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Hann hefur hins vegar þurft að glíma við mikil meiðsli stóran hluta ferilsins og á tíu ára tímabili lék hann aðeins 125 deildarleiki fyrir Arsenal. Þaðan fór hann til West Ham þar sem hann náði að leika 16 deildarleiki á tveim árum áður en hann færði sig yfir til Bournemouth. Nú síðast lék hann með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gekk til liðs við danska liðið í febrúar á þessu ári. Wilshere tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í fótbolta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar þakkar hann fyrir sig og segist hafa lifað drauminn og lætur löng og hjartnæm skilaboð fylgja með. I’ve lived my dream. Thank you all ❤️ pic.twitter.com/rB5gnyyUlK— Jack Wilshere (@JackWilshere) July 8, 2022 Wilshere hefur þó ekki sagt skilið við fótbolta þó hann sé hættur að spila sjálfur ef marka má grein sem birtist í The Athletic fyrr í dag. Þar kemur fram að Wilshere verði ráðinn þjálfari U18 ára liðs Arsenal og að yfirlýsingar þess efnis sé að vænta á næstu dögum. Í grein The Athletic kemur fram að forráðamenn Arsenal hafi verið virkilega hrifnir af því sem þeir sáu þegar Wilshere vann með yngri leikmönnum félagsins er hann var að sækja sér þjálfararéttindi. 🚨 EXCL: Arsenal set to name Jack Wilshere U18s head coach. After 30yo’s retirement, appointment being finalised. Expected to be supported by Adam Birchall + Julian Gray. Mehmet Ali in line for U23s, Max Porter assistant. W/ @gunnerblog @TheAthleticUK #AFC https://t.co/So6vvb1Jn6— David Ornstein (@David_Ornstein) July 8, 2022 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Wilshere reis hratt upp á stjörnuhimininn og var hann um tíma talin eitt mesta efni enskrar knattspyrnu. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og 18 ára gamall lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Hann hefur hins vegar þurft að glíma við mikil meiðsli stóran hluta ferilsins og á tíu ára tímabili lék hann aðeins 125 deildarleiki fyrir Arsenal. Þaðan fór hann til West Ham þar sem hann náði að leika 16 deildarleiki á tveim árum áður en hann færði sig yfir til Bournemouth. Nú síðast lék hann með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gekk til liðs við danska liðið í febrúar á þessu ári. Wilshere tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í fótbolta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar þakkar hann fyrir sig og segist hafa lifað drauminn og lætur löng og hjartnæm skilaboð fylgja með. I’ve lived my dream. Thank you all ❤️ pic.twitter.com/rB5gnyyUlK— Jack Wilshere (@JackWilshere) July 8, 2022 Wilshere hefur þó ekki sagt skilið við fótbolta þó hann sé hættur að spila sjálfur ef marka má grein sem birtist í The Athletic fyrr í dag. Þar kemur fram að Wilshere verði ráðinn þjálfari U18 ára liðs Arsenal og að yfirlýsingar þess efnis sé að vænta á næstu dögum. Í grein The Athletic kemur fram að forráðamenn Arsenal hafi verið virkilega hrifnir af því sem þeir sáu þegar Wilshere vann með yngri leikmönnum félagsins er hann var að sækja sér þjálfararéttindi. 🚨 EXCL: Arsenal set to name Jack Wilshere U18s head coach. After 30yo’s retirement, appointment being finalised. Expected to be supported by Adam Birchall + Julian Gray. Mehmet Ali in line for U23s, Max Porter assistant. W/ @gunnerblog @TheAthleticUK #AFC https://t.co/So6vvb1Jn6— David Ornstein (@David_Ornstein) July 8, 2022
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira