Ítalía tryggði sér sigur gegn Íslandi með seinasta skoti leiksins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 12:35 Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við súrt tap í dag. HSÍ Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við súrt eins marks tap er liðið mætti Ítalíu á EM U20 ára landsliða í Portúgal í dag. Lokatölur 27-26, en Ítalir skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins eftir að íslenska liðið hafði unnið upp sex marka forskot. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Ítalir yfirhöndinni. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 10-6, en mest náði ítalska liðið fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. Staðan þegar flautað var til hálfleiks var 15-11, Ítölum í vil, og útlitið svart fyrir íslenska liðið. Íslensku strákunum gekk bölvanlega að koma sér inn í leikinn lengst af í síðari hálfleik og Ítalir héldu fjögurra til sex marka forskoti þar til um tíu mínútur voru til leiksloka. Markvörðurinn Adam Thorstensen var kom þá inn á völlinn og hann átti eftir að breyta leiknum. Adam varði eins og óður maður og þessari markvörslu fylgdu ódýr mörk. Íslenska liðið skorað sex mörk í röð og jafnaði leikinn í stöðunni 23-23. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Andri Már Rúnarsson virtist vera að tryggja íslenska liðinu jafntefli er hann jafnaði metin þegar um hálf mínúta var til leiksloka, en Ítalir skoruðu seinasta mark þegar um fimm sekúndur voru eftir á klukkunni og niðurstaðan eins marks sigur Ítalíu, 27-26. Andri Már Rúnarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Adam Thorstensen átti eins og áður segir góða innkomu í markið og varði fimm skot af þeim tíu sem hann fékk á sig. Ísland er nú á botni D-riðils með eitt stig eftir tvo leiki, en Ítalir sitja í öðru sæti með tvö stig. Tvö efstu lið riðilsins halda áfram í næstu umferð. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Ítalir yfirhöndinni. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 10-6, en mest náði ítalska liðið fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. Staðan þegar flautað var til hálfleiks var 15-11, Ítölum í vil, og útlitið svart fyrir íslenska liðið. Íslensku strákunum gekk bölvanlega að koma sér inn í leikinn lengst af í síðari hálfleik og Ítalir héldu fjögurra til sex marka forskoti þar til um tíu mínútur voru til leiksloka. Markvörðurinn Adam Thorstensen var kom þá inn á völlinn og hann átti eftir að breyta leiknum. Adam varði eins og óður maður og þessari markvörslu fylgdu ódýr mörk. Íslenska liðið skorað sex mörk í röð og jafnaði leikinn í stöðunni 23-23. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Andri Már Rúnarsson virtist vera að tryggja íslenska liðinu jafntefli er hann jafnaði metin þegar um hálf mínúta var til leiksloka, en Ítalir skoruðu seinasta mark þegar um fimm sekúndur voru eftir á klukkunni og niðurstaðan eins marks sigur Ítalíu, 27-26. Andri Már Rúnarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Adam Thorstensen átti eins og áður segir góða innkomu í markið og varði fimm skot af þeim tíu sem hann fékk á sig. Ísland er nú á botni D-riðils með eitt stig eftir tvo leiki, en Ítalir sitja í öðru sæti með tvö stig. Tvö efstu lið riðilsins halda áfram í næstu umferð.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira