Með á öllum EM-mótum Íslands en bíður enn þolinmóð eftir fyrstu mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 13:00 Sandra Sigurðardóttir hefur verið varamarkvörður á síðustu þremur Evrópumótum íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er nú mætt á sitt fjórða stórmót og er þar í hópi þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Sif Atladóttur. Munurinn á þeim og Söndru er að Sandra hefur ekki enn fengið að spila einn einasta leik á EM. Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira