Íslenski markaðurinn hóflegur í júní en sá kínverski í stórsókn Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 11:48 Samkvæmt Hagsjánni lækkaði íslenski markaðurinn einna minnst í júní, um 2,1 prósent. Hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands lækkuðu í júní, nema sá kínverski. Vísir/Hanna Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Markaðurinn sé því hóflegri en hann hefur verið. Íslenski markaðurinn lækki einna minnst í júní samkvæmt heildarvísitölu OMX1 en hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hafi lækkað í júní nema sá kínverski. Fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög sigli lygnan sjó Þegar litið sé til einstakra félaga á markaðnum hafi hlutabréf í Sýn hækkað áberandi mest. Þau hafi hækkað um 16 prósent í byrjun júní, um það leyti sem Nova kynnti fjárfestum skráningu sína á markað. Hlutabréf Skeljungs hækkuðu um fimm prósent og hafa hækkað mest allra félaga frá áramótum, um tæp 19 prósent. Erfitt sé þó að greina mynstur í því hvernig félög hækka og lækka í verði en það megi samt segja að fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög sigli lygnan sjó. Íslandsbanki hafi hækkað í júní um 2,6 prósent en Arion banki og Kvika banki hafi lækkað um sirka 3 prósent. Þá hafi bæði Marel og Iceland Seafood hækkað í júní en verð félaganna frá áramótum hafi hins vegar lækkað um meira en 30 prósent. Lækkunin hafi verið mest á hlutabréfum Origo, um 12 prósent. Þá lækkuðu hlutabréf Brims, Eimskips og Icelandair öll á bilinu 7,6 til 8,9 prósent. Þessi þrjú félög eigi það sameiginlegt að hafa tekjur í erlendri mynt. Íslenski markaðurinn lækki einna minnst en sá kínverski í sókn Samkvæmt Hagsjánni lækkaði íslenski markaðurinn einna minnst í júní, um 2,1 prósent, samkvæmt heildarvísitölu OMX1. Hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hafi lækkað í júní, nema sá kínverski, en þar sé um að ræða mestu hækkun hlutabréfa í tæp tvö ár. Fjárfestar áætli að efnahagsáfall sífelldra lokanna vegna Covid-faraldurs sé afstaðið en sóttkví ferðamanna til Kína var nýverið stytt úr tveimur vikum í eina. Lækkunin á íslenska markaðnum hafi verið talsvert minni en á öðrum mörkuðum sem lækkuðu meira. Af Norðurlöndunum lækkaði sænski markaðurinn mest, eða um 11,8 prósent. Mesta lækkunin meðal helstu viðskiptalanda Íslands hafi verið í Þýskalandi þar sme markaðurinn lækkaði um 14,5 prósent í júní. Fylgni á verði innlendra og erlendra hlutabréfa aukist Verð á íslenskum hlutabréfamarkaði virðist að undanförnu lækka í takt við lækkanir á erlendum hlutabréfamörkuðum í auknum mæli, þrátt fyrir væntingar um ágætan hagvöxt næstu ár og fréttir af góðri afkomu fyrirtækja. Fylgnin hafi flökt nokkuð á árunum 2017 til 2020 en hafi aukist hratt þegar faraldurinn brast á, þar sem svipaðra áhrifa gætti milli landa. Í byrjun árs 2021 hafi fylgnin farið lækkandi, rokið aftur upp með innrás Rússa í Úkraínu en virðist nú vera á niðurleið. Tólf mánaða ávöxtun orðin neikvæð víðast hvar Þá segir í Hagsjánni að ársbreytingar hlutabréfamarkaða séu orðnar neikvæðar í öllum samanburðarlöndum, nema í Noregi þar sem ársávöxtunin sé enn 11,5 prósent. Ávöxtunin síðustu tólf mánuði sé í fyrsta skiptið í langan tíma komin niður fyrir núll á íslenskum markaði en sömu, og ýktari, sögu sé að segja af öllum öðrum mörkuðum. Í Þýskalandi nálgist lækkun ársins fjórðung og í Svíþjóð nálgist hún fimmtung. Bandarískur hlutabréfamarkaður hafi einnig lækkað nokkuð en á ársgrundvelli nemi lækkunin 11,9 prósent. Efnahagsmál Kauphöllin Kína Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Markaðurinn sé því hóflegri en hann hefur verið. Íslenski markaðurinn lækki einna minnst í júní samkvæmt heildarvísitölu OMX1 en hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hafi lækkað í júní nema sá kínverski. Fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög sigli lygnan sjó Þegar litið sé til einstakra félaga á markaðnum hafi hlutabréf í Sýn hækkað áberandi mest. Þau hafi hækkað um 16 prósent í byrjun júní, um það leyti sem Nova kynnti fjárfestum skráningu sína á markað. Hlutabréf Skeljungs hækkuðu um fimm prósent og hafa hækkað mest allra félaga frá áramótum, um tæp 19 prósent. Erfitt sé þó að greina mynstur í því hvernig félög hækka og lækka í verði en það megi samt segja að fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög sigli lygnan sjó. Íslandsbanki hafi hækkað í júní um 2,6 prósent en Arion banki og Kvika banki hafi lækkað um sirka 3 prósent. Þá hafi bæði Marel og Iceland Seafood hækkað í júní en verð félaganna frá áramótum hafi hins vegar lækkað um meira en 30 prósent. Lækkunin hafi verið mest á hlutabréfum Origo, um 12 prósent. Þá lækkuðu hlutabréf Brims, Eimskips og Icelandair öll á bilinu 7,6 til 8,9 prósent. Þessi þrjú félög eigi það sameiginlegt að hafa tekjur í erlendri mynt. Íslenski markaðurinn lækki einna minnst en sá kínverski í sókn Samkvæmt Hagsjánni lækkaði íslenski markaðurinn einna minnst í júní, um 2,1 prósent, samkvæmt heildarvísitölu OMX1. Hlutabréfamarkaðir allra helstu viðskiptalanda Íslands hafi lækkað í júní, nema sá kínverski, en þar sé um að ræða mestu hækkun hlutabréfa í tæp tvö ár. Fjárfestar áætli að efnahagsáfall sífelldra lokanna vegna Covid-faraldurs sé afstaðið en sóttkví ferðamanna til Kína var nýverið stytt úr tveimur vikum í eina. Lækkunin á íslenska markaðnum hafi verið talsvert minni en á öðrum mörkuðum sem lækkuðu meira. Af Norðurlöndunum lækkaði sænski markaðurinn mest, eða um 11,8 prósent. Mesta lækkunin meðal helstu viðskiptalanda Íslands hafi verið í Þýskalandi þar sme markaðurinn lækkaði um 14,5 prósent í júní. Fylgni á verði innlendra og erlendra hlutabréfa aukist Verð á íslenskum hlutabréfamarkaði virðist að undanförnu lækka í takt við lækkanir á erlendum hlutabréfamörkuðum í auknum mæli, þrátt fyrir væntingar um ágætan hagvöxt næstu ár og fréttir af góðri afkomu fyrirtækja. Fylgnin hafi flökt nokkuð á árunum 2017 til 2020 en hafi aukist hratt þegar faraldurinn brast á, þar sem svipaðra áhrifa gætti milli landa. Í byrjun árs 2021 hafi fylgnin farið lækkandi, rokið aftur upp með innrás Rússa í Úkraínu en virðist nú vera á niðurleið. Tólf mánaða ávöxtun orðin neikvæð víðast hvar Þá segir í Hagsjánni að ársbreytingar hlutabréfamarkaða séu orðnar neikvæðar í öllum samanburðarlöndum, nema í Noregi þar sem ársávöxtunin sé enn 11,5 prósent. Ávöxtunin síðustu tólf mánuði sé í fyrsta skiptið í langan tíma komin niður fyrir núll á íslenskum markaði en sömu, og ýktari, sögu sé að segja af öllum öðrum mörkuðum. Í Þýskalandi nálgist lækkun ársins fjórðung og í Svíþjóð nálgist hún fimmtung. Bandarískur hlutabréfamarkaður hafi einnig lækkað nokkuð en á ársgrundvelli nemi lækkunin 11,9 prósent.
Efnahagsmál Kauphöllin Kína Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira