Sú besta með slitið krossband og missir af EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 10:30 Alexia Putellas verður frá í hálft ár hið minnsta. Getty/Pedro Salado Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon. Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða. Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils. Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022 Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með. Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon. Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða. Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils. Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022 Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með. Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00