„Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2022 22:00 Sigmundur Davíð kallar eftir skjótum aðgerðum stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. Ársverðbólga mælist nú átta komma átta prósent og hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í október 2009, þegar hún var níu komma sjö prósent. Í hagsjá Landsbankans í dag er því svo spáð að verðbólga aukist enn frekar í næsta mánuði, verði 9,5 prósent, en hjaðni svo eftir það. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stöðuna ekki koma á óvart og kallar eftir skjótum og sértækum viðbrögðum. „Vegna þess að tekjulægri hópar og ungt fólk fer iðulega verr út úr verðbólgu en aðrir. Þess vegna myndi ég leggja til aðgerðir sem ná hlutfallslega meira til þessa hóps, til að mynda að lækka skatta á matvæli sem allir þurfa á að halda, lækka skatta á eldsneyti sem flestir þurfa að nota. Það skilar sér þá hlutfallslega betur til hinna tekjulægri.“ Sigmundur vonast eftir viðbrögðum af hálfu stjórnvalda sem fyrst, en er ekki bjartsýnn. „Eins og í húsnæðismálum þá koma alls konar glærukynningar og jákvæðar yfirlýsingar um hvernig hlutirnir ættu að vera. En svo sér maður bara í aðgerðum stjórnvalda, lagasetningu, fjármálaáætlun og öðru að þessu er ekkert fylgt eftir. Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna.“ Fylgjast áfram með stöðunni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, segir að þegar sé búið að stíga mikilvæg skref til að verjast verðbólgunni, meðal annars með hækkun bóta almannatrygginga, húsnæðisbóta og greiðslu barnabótaauka. „Sannarlega þarf áfram að fylgjast með viðkvæmum hópum og unga fólkinu sem er að kaupa sér húsnæði. En við erum sannarlega búin að stíga ákveðin skref,“ segir Bjarkey. Bjarkey er formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01 Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú átta komma átta prósent og hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í október 2009, þegar hún var níu komma sjö prósent. Í hagsjá Landsbankans í dag er því svo spáð að verðbólga aukist enn frekar í næsta mánuði, verði 9,5 prósent, en hjaðni svo eftir það. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stöðuna ekki koma á óvart og kallar eftir skjótum og sértækum viðbrögðum. „Vegna þess að tekjulægri hópar og ungt fólk fer iðulega verr út úr verðbólgu en aðrir. Þess vegna myndi ég leggja til aðgerðir sem ná hlutfallslega meira til þessa hóps, til að mynda að lækka skatta á matvæli sem allir þurfa á að halda, lækka skatta á eldsneyti sem flestir þurfa að nota. Það skilar sér þá hlutfallslega betur til hinna tekjulægri.“ Sigmundur vonast eftir viðbrögðum af hálfu stjórnvalda sem fyrst, en er ekki bjartsýnn. „Eins og í húsnæðismálum þá koma alls konar glærukynningar og jákvæðar yfirlýsingar um hvernig hlutirnir ættu að vera. En svo sér maður bara í aðgerðum stjórnvalda, lagasetningu, fjármálaáætlun og öðru að þessu er ekkert fylgt eftir. Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna.“ Fylgjast áfram með stöðunni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, segir að þegar sé búið að stíga mikilvæg skref til að verjast verðbólgunni, meðal annars með hækkun bóta almannatrygginga, húsnæðisbóta og greiðslu barnabótaauka. „Sannarlega þarf áfram að fylgjast með viðkvæmum hópum og unga fólkinu sem er að kaupa sér húsnæði. En við erum sannarlega búin að stíga ákveðin skref,“ segir Bjarkey. Bjarkey er formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm
Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01 Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01
Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09