Brjálað að gera hjá glæsilegri prjónastofu á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júní 2022 21:05 Kristinn Karlsson með teppi með íslenska fánanum, sem rjúka út hjá Kidka eins og heitar lummur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein glæsilegasta prjónastofa landsins er á Hvammstanga en þar er meira en nóg að gera við að framleiða vörur úr íslenskri ull. Teppi með íslenska fánanum rjúka út eins og heitar lummur. Þegar komið er inn í verslunina og prjónastofuna Kidka á Hvammstanga taka tveir skemmtilegir hundar á móti gestum, Týra og Píla og vekja þær alltaf mikla athygli hjá viðskiptavinum, ekki síst útlendingum. „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel og við erum með skemmtilegar vörur og íslenska framleiðslu algjörlega. Það er íslenskt band og það er allt framleidd hér og það er það, sem er að hjálpa okkur mikið í sölu,“ segir Kristinn Karlsson, annar eigandi Kidka með á Hvammstanga. Þannig að það er íslenska sauðkindin, sem selur svona vel þegar ullin er annars vegar eða? „Já, algjörlega, íslenska sauðkindin. Það er aðal vandamálið hjá okkur í dag, sem er lúxus vandamál að við höfum bara ekki undan að framleiða, það er bara þannig,“ bætir Kristinn við. Íslenski fáninn á rúmteppum frá Kidka hafa slagið í gegn. „Já, þau teppi eru mjög flott og það kemur manni á óvart hvað þetta selst ofboðslega mikið, það er endalaust verið að kaupa þetta af túristum,“ segir Kristinn. Kidka hefur verið í sérstakri vöruþróun með hestavörur, sem hafa slegið í gegn eins og undirdýnu undir hnakka, hestaábreiður og fleira og fleira. Irina Kamp með Týru og Pílu, sem taka vel á móti gestum í verslun Kidku á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er rosalega erfitt að segja til um hvað eru vinsælustu hestavörurnar okkar, þær eru allar rosalegar vinsælar hjá okkur og rjúka út,“ segir Irina Kamp, hinn eigandi Kidka á Hvammstanga „Ertu ekki stolt að eiga þetta fyrirtæki með Kristni? „Jú, mjög svo, það gengur vel og ég er rosalega ánægð með það og þetta er líka skemmtileg vinna.“ Átta starfsmenn vinna á Prjónastofunni og eru þeir mjög ánægðir í vinnunni sinni. „Þetta er rosalega flott fyrirtæki, það er í sér klassa,“ segir Ólína Austfjörð Jónsdóttir, starfsmaður. Ólína Austfjörð, sem er alsæl með að vinna hjá Kidka á prjónastofunni á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kidka, heimasíða fyrirtækisins Húnaþing vestra Prjónaskapur Landbúnaður Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Þegar komið er inn í verslunina og prjónastofuna Kidka á Hvammstanga taka tveir skemmtilegir hundar á móti gestum, Týra og Píla og vekja þær alltaf mikla athygli hjá viðskiptavinum, ekki síst útlendingum. „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel og við erum með skemmtilegar vörur og íslenska framleiðslu algjörlega. Það er íslenskt band og það er allt framleidd hér og það er það, sem er að hjálpa okkur mikið í sölu,“ segir Kristinn Karlsson, annar eigandi Kidka með á Hvammstanga. Þannig að það er íslenska sauðkindin, sem selur svona vel þegar ullin er annars vegar eða? „Já, algjörlega, íslenska sauðkindin. Það er aðal vandamálið hjá okkur í dag, sem er lúxus vandamál að við höfum bara ekki undan að framleiða, það er bara þannig,“ bætir Kristinn við. Íslenski fáninn á rúmteppum frá Kidka hafa slagið í gegn. „Já, þau teppi eru mjög flott og það kemur manni á óvart hvað þetta selst ofboðslega mikið, það er endalaust verið að kaupa þetta af túristum,“ segir Kristinn. Kidka hefur verið í sérstakri vöruþróun með hestavörur, sem hafa slegið í gegn eins og undirdýnu undir hnakka, hestaábreiður og fleira og fleira. Irina Kamp með Týru og Pílu, sem taka vel á móti gestum í verslun Kidku á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er rosalega erfitt að segja til um hvað eru vinsælustu hestavörurnar okkar, þær eru allar rosalegar vinsælar hjá okkur og rjúka út,“ segir Irina Kamp, hinn eigandi Kidka á Hvammstanga „Ertu ekki stolt að eiga þetta fyrirtæki með Kristni? „Jú, mjög svo, það gengur vel og ég er rosalega ánægð með það og þetta er líka skemmtileg vinna.“ Átta starfsmenn vinna á Prjónastofunni og eru þeir mjög ánægðir í vinnunni sinni. „Þetta er rosalega flott fyrirtæki, það er í sér klassa,“ segir Ólína Austfjörð Jónsdóttir, starfsmaður. Ólína Austfjörð, sem er alsæl með að vinna hjá Kidka á prjónastofunni á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kidka, heimasíða fyrirtækisins
Húnaþing vestra Prjónaskapur Landbúnaður Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira