Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 15:32 Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, ætlar að biðja Boris Johnson forsætisráðherra um leyfi fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en leita til dómstóla ef hann neitar. Vísir/EPA Skoska heimastjórnin stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í október á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, segist ætla að draga bresku ríkisstjórnina fyrir dómstóla reyni hún að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. Sturgeon kynnti áform sín og Skoska þjóðaflokksins (SNP) um þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október 2023 í dag. Sagði hún að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsluna yrði lagt fram síðar en að hún ætlaði að rita Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bréf og óska eftir leyfi fyrir henni. Neiti hann þeirri bón muni skoska stjórnin leita til hæstaréttar Bretlands „Það sem ég vil ekki gera og mun aldrei gera er að leyfa skosku lýðræði að verða að fanga Boris Johnson eða einhvers annars forsætisráðherra,“ sagði Sturgeon á skoska þinginu. Fallist dómstólar ekki á kröfu Skota um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu muni SNP setja sjálfstæði Skotlands á stefnuskrána fyrir næstu þingkosningar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014 (55% gegn 45%) en töluvert vatn hefur runnið til sjávar síðan. Meirihluti Skota var þannig andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Því telja skoskir sjálfstæðissinnar tilefni til að greiða aftur atkvæði um aðskilnað frá Bretlandi. Íhaldsflokkur Johnson er alfarið á móti sjálfstæði Skotlands. Deild flokksins í Skotlandi segir að málið hafi verið endanlega til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir átta árum. Skotland Bretland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Sturgeon kynnti áform sín og Skoska þjóðaflokksins (SNP) um þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október 2023 í dag. Sagði hún að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsluna yrði lagt fram síðar en að hún ætlaði að rita Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bréf og óska eftir leyfi fyrir henni. Neiti hann þeirri bón muni skoska stjórnin leita til hæstaréttar Bretlands „Það sem ég vil ekki gera og mun aldrei gera er að leyfa skosku lýðræði að verða að fanga Boris Johnson eða einhvers annars forsætisráðherra,“ sagði Sturgeon á skoska þinginu. Fallist dómstólar ekki á kröfu Skota um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu muni SNP setja sjálfstæði Skotlands á stefnuskrána fyrir næstu þingkosningar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014 (55% gegn 45%) en töluvert vatn hefur runnið til sjávar síðan. Meirihluti Skota var þannig andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Því telja skoskir sjálfstæðissinnar tilefni til að greiða aftur atkvæði um aðskilnað frá Bretlandi. Íhaldsflokkur Johnson er alfarið á móti sjálfstæði Skotlands. Deild flokksins í Skotlandi segir að málið hafi verið endanlega til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir átta árum.
Skotland Bretland Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira