Gögnin segja ólíklegt að Ísland nái upp úr sínum riðli á EM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 13:30 Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær og mætir Póllandi í vináttulandsleik á morgun. Fyrsti leikur á EM er sunnudaginn 10. júlí klukkan 16. vísir/vilhelm Það eru 29% líkur á að Ísland komist upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta en afar ólíklegt er að liðið komist lengra en það. Innan við 1% líkur eru á að Íslendingar fagni Evrópumeistaratitli um verslunarmannahelgina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í spálíkani íþróttagreiningadeildar hins virta, belgíska háskóla KU Leuven. Með því að nýta úrslit leikja landsliðanna sextán sem spila á EM, og gefa þeim vægi eftir tegund leikja, styrk andstæðinga og dagsetningu, var niðurstaðan sú eftir 20.000 ítranir að sænska landsliðið væri líklegast til að verða Evrópumeistari. Samkvæmt úttektinni eru 27% líkur á að Svíar verði Evrópumeistarar og 24% líkur á að Frakkar, sem leika í riðli með Íslandi, landi titlinum í fyrsta sinn. Spánn (14%), England (14%) og Holland (10%) koma næst á eftir en önnur lið eru ekki talin sérstaklega líkleg til að landa titlinum. Taldar eru 29% líkur á að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit en 71% líkur á að liðið ljúki keppni 18. júlí.Skjáskot/dtai.cs.kuleuven.be Ísland nefnt sem eitt liðanna sem gætu komið á óvart Í bloggfærslu á vef KU Leuven er Ísland þó nefnt sem eitt fjögurra liða sem gætu óvænt landað titlinum og bent á að liðið treysti á að hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir nái að láta ljós sitt skína. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi og aðeins tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit. Yfirgnæfandi líkur, eða 93%, eru taldar á því að Frakkar komist upp úr riðlinum. Ítalir eru svo einnig taldir talsvert líklegri en Íslendingar til að komast áfram en 62% líkur eru á að Ítalía fari í 8-liða úrslit og 29% líkur á að Ísland geri það. Aðeins 16% líkur eru taldar á því að Belgía, heimaland KU Leuven, komist áfram. Sex prósent líkur eru á því að Ísland komist í undanúrslit og 2% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Mestu sigurlíkurnar fyrir Ísland eru gegn Belgíu í fyrsta leik, 10. júlí, eða 47%. Taldar eru 26% líkur á sigri gegn Ítalíu 14. júlí en 11% líkur á sigri gegn Frakklandi 18. júlí. Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær. Áður en að EM kemur mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Póllandi ytra á morgun, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Úrslitin úr þeim leik sem og öðrum leikjum fram að EM og á meðan á EM stendur verða nýtt til að uppfæra spálíkan KU Leuven háskólans. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31 Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01 Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í spálíkani íþróttagreiningadeildar hins virta, belgíska háskóla KU Leuven. Með því að nýta úrslit leikja landsliðanna sextán sem spila á EM, og gefa þeim vægi eftir tegund leikja, styrk andstæðinga og dagsetningu, var niðurstaðan sú eftir 20.000 ítranir að sænska landsliðið væri líklegast til að verða Evrópumeistari. Samkvæmt úttektinni eru 27% líkur á að Svíar verði Evrópumeistarar og 24% líkur á að Frakkar, sem leika í riðli með Íslandi, landi titlinum í fyrsta sinn. Spánn (14%), England (14%) og Holland (10%) koma næst á eftir en önnur lið eru ekki talin sérstaklega líkleg til að landa titlinum. Taldar eru 29% líkur á að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit en 71% líkur á að liðið ljúki keppni 18. júlí.Skjáskot/dtai.cs.kuleuven.be Ísland nefnt sem eitt liðanna sem gætu komið á óvart Í bloggfærslu á vef KU Leuven er Ísland þó nefnt sem eitt fjögurra liða sem gætu óvænt landað titlinum og bent á að liðið treysti á að hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir nái að láta ljós sitt skína. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi og aðeins tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit. Yfirgnæfandi líkur, eða 93%, eru taldar á því að Frakkar komist upp úr riðlinum. Ítalir eru svo einnig taldir talsvert líklegri en Íslendingar til að komast áfram en 62% líkur eru á að Ítalía fari í 8-liða úrslit og 29% líkur á að Ísland geri það. Aðeins 16% líkur eru taldar á því að Belgía, heimaland KU Leuven, komist áfram. Sex prósent líkur eru á því að Ísland komist í undanúrslit og 2% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Mestu sigurlíkurnar fyrir Ísland eru gegn Belgíu í fyrsta leik, 10. júlí, eða 47%. Taldar eru 26% líkur á sigri gegn Ítalíu 14. júlí en 11% líkur á sigri gegn Frakklandi 18. júlí. Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær. Áður en að EM kemur mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Póllandi ytra á morgun, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Úrslitin úr þeim leik sem og öðrum leikjum fram að EM og á meðan á EM stendur verða nýtt til að uppfæra spálíkan KU Leuven háskólans.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31 Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01 Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01 Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31
Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01
Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01