Sér fyrir endann á tæpum tveimur árum Arnars í tveimur störfum hjá KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 08:01 Blaðamannfundur KSÍ þar sem nýtt starfslið landsliðsins var kynnt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt starfinu samhliða því að þjálfa A-landslið karla frá því í lok árs 2020 en mun frá og með haustinu geta einbeitt sér alfarið að landsliðinu. „Hann hefur sinnt báðum þessum störfum allan tímann,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Þetta segir í skriflegu svari Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem segir að laun Arnars vegna starfanna tveggja séu aðskilin. Ljóst er að þetta tímabundna samkomulag mun ná til tuttugu mánaða og jafnvel lengur, allt eftir því hvernig gengur að finna arftaka Arnars í haust. Staðan auglýst í haust Áður en að Arnar var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, vorið 2019, hafði hann verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í byrjun ársins. Hann hætti svo með U21-landsliðið til að taka við A-landsliðinu í desember 2020 og hefur því haft í nægu að snúast fyrir hönd KSÍ síðustu þrjú ár. „Eins og fram hefur komið erum við að fara að breyta þessu og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að í haust verði auglýst staða [yfirmanns knattspyrnumála],“ segir Vanda og bætir við: „Fyrri stjórn ákvað í desember að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera, enda finnst mér það mjög eðlilegt. Það er fullt starf að vera þjálfari A-landsliðs karla,“ segir Vanda sem í síðustu viku lýsti yfir fullu trausti til Arnars sem landsliðsþjálfara eftir leikina í júní. Vilja vanda valið en líka fjárhagsleg spurning Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda. KSÍ Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
„Hann hefur sinnt báðum þessum störfum allan tímann,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Þetta segir í skriflegu svari Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem segir að laun Arnars vegna starfanna tveggja séu aðskilin. Ljóst er að þetta tímabundna samkomulag mun ná til tuttugu mánaða og jafnvel lengur, allt eftir því hvernig gengur að finna arftaka Arnars í haust. Staðan auglýst í haust Áður en að Arnar var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, vorið 2019, hafði hann verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í byrjun ársins. Hann hætti svo með U21-landsliðið til að taka við A-landsliðinu í desember 2020 og hefur því haft í nægu að snúast fyrir hönd KSÍ síðustu þrjú ár. „Eins og fram hefur komið erum við að fara að breyta þessu og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að í haust verði auglýst staða [yfirmanns knattspyrnumála],“ segir Vanda og bætir við: „Fyrri stjórn ákvað í desember að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera, enda finnst mér það mjög eðlilegt. Það er fullt starf að vera þjálfari A-landsliðs karla,“ segir Vanda sem í síðustu viku lýsti yfir fullu trausti til Arnars sem landsliðsþjálfara eftir leikina í júní. Vilja vanda valið en líka fjárhagsleg spurning Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda.
KSÍ Fótbolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn