Sér fyrir endann á tæpum tveimur árum Arnars í tveimur störfum hjá KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 08:01 Blaðamannfundur KSÍ þar sem nýtt starfslið landsliðsins var kynnt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt starfinu samhliða því að þjálfa A-landslið karla frá því í lok árs 2020 en mun frá og með haustinu geta einbeitt sér alfarið að landsliðinu. „Hann hefur sinnt báðum þessum störfum allan tímann,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Þetta segir í skriflegu svari Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem segir að laun Arnars vegna starfanna tveggja séu aðskilin. Ljóst er að þetta tímabundna samkomulag mun ná til tuttugu mánaða og jafnvel lengur, allt eftir því hvernig gengur að finna arftaka Arnars í haust. Staðan auglýst í haust Áður en að Arnar var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, vorið 2019, hafði hann verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í byrjun ársins. Hann hætti svo með U21-landsliðið til að taka við A-landsliðinu í desember 2020 og hefur því haft í nægu að snúast fyrir hönd KSÍ síðustu þrjú ár. „Eins og fram hefur komið erum við að fara að breyta þessu og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að í haust verði auglýst staða [yfirmanns knattspyrnumála],“ segir Vanda og bætir við: „Fyrri stjórn ákvað í desember að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera, enda finnst mér það mjög eðlilegt. Það er fullt starf að vera þjálfari A-landsliðs karla,“ segir Vanda sem í síðustu viku lýsti yfir fullu trausti til Arnars sem landsliðsþjálfara eftir leikina í júní. Vilja vanda valið en líka fjárhagsleg spurning Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda. KSÍ Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
„Hann hefur sinnt báðum þessum störfum allan tímann,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Þetta segir í skriflegu svari Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem segir að laun Arnars vegna starfanna tveggja séu aðskilin. Ljóst er að þetta tímabundna samkomulag mun ná til tuttugu mánaða og jafnvel lengur, allt eftir því hvernig gengur að finna arftaka Arnars í haust. Staðan auglýst í haust Áður en að Arnar var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, vorið 2019, hafði hann verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í byrjun ársins. Hann hætti svo með U21-landsliðið til að taka við A-landsliðinu í desember 2020 og hefur því haft í nægu að snúast fyrir hönd KSÍ síðustu þrjú ár. „Eins og fram hefur komið erum við að fara að breyta þessu og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að í haust verði auglýst staða [yfirmanns knattspyrnumála],“ segir Vanda og bætir við: „Fyrri stjórn ákvað í desember að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera, enda finnst mér það mjög eðlilegt. Það er fullt starf að vera þjálfari A-landsliðs karla,“ segir Vanda sem í síðustu viku lýsti yfir fullu trausti til Arnars sem landsliðsþjálfara eftir leikina í júní. Vilja vanda valið en líka fjárhagsleg spurning Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda.
KSÍ Fótbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira