Fráfarandi formaður körfuknattleiksdeildar KR: „Mætti halda að ég væri deyjandi maður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 10:00 Böðvar Guðjónsson hefur verið formaður körfuknattleiksdeildar KR undanfarin ár. Stöð 2 „Mér líður bara mjög vel. Það mætti halda að ég væri deyjandi maður eins og þú ert að tala við mig núna,“ sagði Böðvar Guðjónsson fráfarandi formaður körfuknattleiks-deildar KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Í gær var greint frá því að Böðvar væri að hætta sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn hennar frá árinu 2005. Um er að ræða mikil tímamót en Böðvar er án efa einn sigursælasti formaður Íslandssögunnar. Sáttur með ákvörðun sína „Mér líður mjög vel og það er bara kominn tími til að stíga frá borði og það kemur nýtt, ferskt og yngra fólk inn sem tekur við keflinu. Við verðum áfram í því að ná árangri og vera þessu félagi til sóma.“ „Ég er búinn að vera hugsa þetta ásamt mínum innsta kjarna í pínu tíma. Svo fannst mér, eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér, að þetta væri alveg komið gott.“ Gengur vel að fá nýtt blóð inn „Eftir því sem ég best veit hefur gengið vel að finna nýtt fólk inn í stjórnina. Þetta er allt fólk sem við þekkjum og ég er gríðarlega ánægður með það að þau hafi svarað kallinu þannig ég hef engar áhyggjur.“ „Ég veit alveg að það er hópur í kringum mig sem ætlar að njóta þess að mæta á leiki, fá sér hamborgara fyrir leik og fara með hinum almenna KR-ing inn í sal, setjast niður og finna að öllu þegar illa gengur og svo framvegis. Auðvitað heldur maður áfram að mæta á leiki og dettur inn á eina og eina æfingu hjá Helga (Magnússyni, þjálfara liðsins) til að spjalla og allt þetta, eins og menn gera.“ „Ég er búinn búa mér til mikla og góða reynslu þannig ef fólk óskar eftir einhverju frá mér, sérstaklega í sumar áður en tímabilið fer í gang, og vill fara yfir hluti þá náttúrulega svara ég kallinu.“ Skilur stoltur við KR „Ég er gríðarlega stoltur og stoltur yfir því að hafa verið í þessum hóp sem hefur leitt þetta starf áfram frá því ég kom þarna inn fyrir 17 árum. Frábært fólk sem ég hef unnið með og kynnst mörgum skemmtilegum karakterum á leiðinni. Ef við skoðum árangur KR, oddaleiki hér á Meistaravelli, 2500 manns inn í sal. Við munum eftir því og ég geng mjög stoltur frá borði,“ sagði Böðvar Guðjónsson að endingu. Klippa: Böðvar gengur stoltur frá borði Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti KR Subway-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira