Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2022 15:39 Myndin var tekin af konunni áður en henni var vísað úr landi. Mynd/No borders Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. Konunni var ásamt fjölskyldu sinni vísað úr landi í nóvember 2019 þegar hún var gengin 36 vikur á leið þrátt fyrir að vera með vottorð frá Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Brottvísuninni var harðlega mótmælt og gerði landlæknisembættið í kjölfarið alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að útgáfu vottorðs sem var forsenda þess að konan var send úr landi. Þar sagði meðal annars að læknir hafi ekki mátt gefa út vottorð um flugfærni konunnar án skoðunar. Fæddi barnið nokkrum dögum síðar Í samtali við fréttastofu staðfestir Claudia Ashonie Wilson, lögmaður hennar, að sátt hafi náðst í málinu á dögunum og að ríkið hafi viðurkennt bótaskyldu sína. Ekki fékkst upp gefið hversu háar bæturnar verða greiddar. Samtökin Réttur barna á flótta sem hafa ásamt No Borders og Solaris unnið að máli konunnar greindu frá niðurstöðunni á Facebook og segja að brottvísunin hafi reynt gríðarlega á hana. „Á því átakanlega, tæplega 20 klukkustunda ferðalagi sem lagt var á konuna var henni bannað að tjá sig við starfsfólk flugstöðva og flugvéla. Hún mátti ekki á neinn hátt útskýra stöðu sína. Lögreglan í Albaníu tók á móti þeim þegar þangað var komið og voru þau í haldi hennar þar til konan var lögð inn á spítala og barn hennar fæddist nokkrum dögum síðar.“ Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Konunni var ásamt fjölskyldu sinni vísað úr landi í nóvember 2019 þegar hún var gengin 36 vikur á leið þrátt fyrir að vera með vottorð frá Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Brottvísuninni var harðlega mótmælt og gerði landlæknisembættið í kjölfarið alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að útgáfu vottorðs sem var forsenda þess að konan var send úr landi. Þar sagði meðal annars að læknir hafi ekki mátt gefa út vottorð um flugfærni konunnar án skoðunar. Fæddi barnið nokkrum dögum síðar Í samtali við fréttastofu staðfestir Claudia Ashonie Wilson, lögmaður hennar, að sátt hafi náðst í málinu á dögunum og að ríkið hafi viðurkennt bótaskyldu sína. Ekki fékkst upp gefið hversu háar bæturnar verða greiddar. Samtökin Réttur barna á flótta sem hafa ásamt No Borders og Solaris unnið að máli konunnar greindu frá niðurstöðunni á Facebook og segja að brottvísunin hafi reynt gríðarlega á hana. „Á því átakanlega, tæplega 20 klukkustunda ferðalagi sem lagt var á konuna var henni bannað að tjá sig við starfsfólk flugstöðva og flugvéla. Hún mátti ekki á neinn hátt útskýra stöðu sína. Lögreglan í Albaníu tók á móti þeim þegar þangað var komið og voru þau í haldi hennar þar til konan var lögð inn á spítala og barn hennar fæddist nokkrum dögum síðar.“
Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira