Stúkan um innkomu Antons Loga í byrjunarlið Blika: „Smellur bara eins og flís við rass“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 09:00 Anton Logi Lúðvíksson hefur komið við sögu í átta leikjum Breiaðbliks á leiktíðinni og skorað tvö mörk. Breiðablik „Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stúkunnar um frammistöðu hins 19 ára gamla Antons Loga Lúðvíkssonar í 4-1 sigri Breiðabliks á KA í 10. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira