Bestu mörkin: Ef að KR sér ekki hag í því að ná í leikmenn núna þá veit ég ekki hvað Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 10:00 KR hóf Íslandsmótið í brekku en fékk svo leikmenn heim úr háskólanámi í Bandaríkjunum og leikheimild fyrir erlenda leikmenn sína. vísir/vilhelm Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum lýstu í síðasta þætti áhyggjum sínum af stöðu leikmannamála hjá KR sem situr í fallsæti í Bestu deildinni, að minnsta kosti fram í ágúst. Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn