Fyrrverandi stórstjarna Barcelona og Inter Milan fékk 22 mánaða dóm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 07:30 Samuel Eto'o vann fjölda titla með Barcelona áður en færði sig yfir til Inter Milan. Getty Images Samuel Eto'o, fyrrverandi sóknarmaður Barcelona, Inter Milan og mun fleiri liða, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eto'o játaði að hafa svikið 3,2 milljónir evra undan skatti er hann spilaði fyrir Barcelona. Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum. Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum.
Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira