Fyrrverandi stórstjarna Barcelona og Inter Milan fékk 22 mánaða dóm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 07:30 Samuel Eto'o vann fjölda titla með Barcelona áður en færði sig yfir til Inter Milan. Getty Images Samuel Eto'o, fyrrverandi sóknarmaður Barcelona, Inter Milan og mun fleiri liða, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eto'o játaði að hafa svikið 3,2 milljónir evra undan skatti er hann spilaði fyrir Barcelona. Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum. Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum.
Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira