Koddahjal Gunnar Dan Wiium skrifar 20. júní 2022 11:02 Konan mín spyr mig í gærkvöld hvort að ég sé enn svona svartsýnn eins og ég var í COVID. Hún er þá að vísa í meinta yfirtöku og endurræsingu hinna fáu, svikamyllu lyfjarisana og óttastjórnun alríkisins, hinn stökkbreytta super kapitalisma sem sér hag sinn í fækka mönnum hér á jörðu og gera framleiðsluna sem og markaðinn skilvirkari og á allan hátt hlýðnari með lyfjun, kúgun og harðstjórn. Ég sagðist halda að um svokallað “foul play” væri í gangi undir yfirborðinu. Hagsmunaaðilar eiga í raun alla miðla og eru þar af leiðandi að stýra hugsunum okkar og viðhorfum í ákveðna átt. Þessi stýring hefur áhrif á hvað við eða hvort við kjósum yfir okkur stjórnendur og fulltrúa sem í lok dags þurfa einnig að kaupa brauð og Teslur eins og við hin. Vitundin er þjökuð af möru efnishyggjunar í formi hinna ýmsu hugmynda og kennisetninga. Fyrir vikið er samkenndin rýrð því samkennd nærist aðeins og dafnar í því rými sem hugmyndin étur upp. Við erum greind og lyfjuð, óháð aldri og stöðu. Börn greind og lyfjuð, fullorðnir greind og lyfjuð, gamalmenni greind og lyfjuð. Okkur er talin í trú um að sársaukinn sé óviðeigandi og krónískur nema að honum sé þrýst aftur í hellinn í stað þess að hlusta á hvað hann er í raun að segja okkur því sársaukinn er röddinn sem færir okkur mikilvægustu skilaboðin. Ég er ekki þunglyndið sem ég upplifi, ég er ekki kvíðinn sem ég upplifi, né ranghugmyndirnar. Ég er sá sem leitar sjálfs síns en veit ekki af því. Konan mín spyr hvort ég sé enn svartsýnn og ég íhuga spurninguna og virkt innsæi færir mér svarið. Málið er að ef sá sem leitar af lýginni innra með sjálfum sér, sínum innri einræðisherra og kúgara, sá mun öðlast getu til raunsæis. Því lýgin þrífst í myrkri og skugga, sýn mín á lýgina mun uppræta hana, hún koðnar og eftir stendur rýmið sem fær ég´ið til sjá sína eigin spegilmynd í tærri tjörn vitundar. Þá mun ég komast að því að ég´ið leitar sjálfs síns, þar er greiningin og að ég er mitt eigið apótek. Ég sé lýgina í heiminum því ég sé hana innra með mér, þessi sýn er ekki svartsýni, hún er ljós og raunsæ. Svo nei, ég er ekki lengur svartsýnn, ég er raunsær. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Konan mín spyr mig í gærkvöld hvort að ég sé enn svona svartsýnn eins og ég var í COVID. Hún er þá að vísa í meinta yfirtöku og endurræsingu hinna fáu, svikamyllu lyfjarisana og óttastjórnun alríkisins, hinn stökkbreytta super kapitalisma sem sér hag sinn í fækka mönnum hér á jörðu og gera framleiðsluna sem og markaðinn skilvirkari og á allan hátt hlýðnari með lyfjun, kúgun og harðstjórn. Ég sagðist halda að um svokallað “foul play” væri í gangi undir yfirborðinu. Hagsmunaaðilar eiga í raun alla miðla og eru þar af leiðandi að stýra hugsunum okkar og viðhorfum í ákveðna átt. Þessi stýring hefur áhrif á hvað við eða hvort við kjósum yfir okkur stjórnendur og fulltrúa sem í lok dags þurfa einnig að kaupa brauð og Teslur eins og við hin. Vitundin er þjökuð af möru efnishyggjunar í formi hinna ýmsu hugmynda og kennisetninga. Fyrir vikið er samkenndin rýrð því samkennd nærist aðeins og dafnar í því rými sem hugmyndin étur upp. Við erum greind og lyfjuð, óháð aldri og stöðu. Börn greind og lyfjuð, fullorðnir greind og lyfjuð, gamalmenni greind og lyfjuð. Okkur er talin í trú um að sársaukinn sé óviðeigandi og krónískur nema að honum sé þrýst aftur í hellinn í stað þess að hlusta á hvað hann er í raun að segja okkur því sársaukinn er röddinn sem færir okkur mikilvægustu skilaboðin. Ég er ekki þunglyndið sem ég upplifi, ég er ekki kvíðinn sem ég upplifi, né ranghugmyndirnar. Ég er sá sem leitar sjálfs síns en veit ekki af því. Konan mín spyr hvort ég sé enn svartsýnn og ég íhuga spurninguna og virkt innsæi færir mér svarið. Málið er að ef sá sem leitar af lýginni innra með sjálfum sér, sínum innri einræðisherra og kúgara, sá mun öðlast getu til raunsæis. Því lýgin þrífst í myrkri og skugga, sýn mín á lýgina mun uppræta hana, hún koðnar og eftir stendur rýmið sem fær ég´ið til sjá sína eigin spegilmynd í tærri tjörn vitundar. Þá mun ég komast að því að ég´ið leitar sjálfs síns, þar er greiningin og að ég er mitt eigið apótek. Ég sé lýgina í heiminum því ég sé hana innra með mér, þessi sýn er ekki svartsýni, hún er ljós og raunsæ. Svo nei, ég er ekki lengur svartsýnn, ég er raunsær. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi Þvottahússins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar