Segir að Alfons og Jón Dagur gætu verið á leið til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 08:30 Jón Dagur í leik með Íslandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason segir að landsliðsmennirnir Jón Dagur Þorsteinsson og Alfons Sampsted séu undir smásjánni hjá þýska félaginu Hamburger SV. Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Frá þessu greinir Hjörvar á Twitter-síðu sinni en hann stýrir hlaðvarpinu Dr. Football ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra á Viaplay Sport á Íslandi. Telur Hjörvar að þýska B-deildarliðið – sem er þó eitt af stórveldum þýska boltans í sögulegu samhengi – hafi mikinn áhuga á landsliðsmönnunum tveimur. Sé að þetta er frétt á .net / Meira einhver orðrómur sem mig langar að sé réttur. Hamburg er alltof töff klúbbur til að vera í B deild.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 20, 2022 Hjörvar tekur sérstaklega fram að um orðróm sé að ræða en hann óski þess að orðrómurinn sé á rökum reistur. Hinn 24 ára gamli Alfons er samningsbundinn Noregsmeisturum Bodö/Glimt en samningur hans rennur út desember á þessu ári og hægri bakvörðurinn hefur gefið út að hann sé að skoða sín mál. Á hann að baki 13 leiki fyrir íslenska A-landsliðið ásamt 55 leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego Hin 23 ára gamli Jón Dagur er laus allra mála hjá AGF þar sem hann hefur leikið undnafarin ár. Hann var manna sprækastur hjá íslenska landsliðinu er það spilaði þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttulandsleik í júnímánuði. Hann er orðaður við fjölda liða á Ítalíu sem og það virðist áhugi vera til staðar frá Bretlandseyjum en þessi lunkni vængmaður lék með yngri liðum Fulham á sínum tíma. Jón Dagur hefur spilað 21 A-landsleik og skorað fjögur mörk, tvö þeirra komu í síðasta verkefni landsliðsins. Þá á hann að baki 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hamburger spilar í þýski B-deildinni en liðið var hársbreidd frá því að fara upp á síðustu leiktíð.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira