„Ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2022 16:51 Sigurður Þórðarson, varamaður í stjórn Strandveiðifélagsins, segir framkvæmdastjóra hátíðarinnar hafa ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður. Aðsent Sigurður Þórðarson, meðlimur Strandveiðifélagsins, segir að Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sjómannadagsins 2022, hafi ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður á deginum og sakað félagið um að hafa skemmt hátíðarhöld fyrir gestum. Sigurður segir að ekki sé hægt að fjalla um strandveiðar nema að fjalla um kvótakerfið. Strandveiðibátar í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Mynd tengist frétt ekki beint.Vilhelm/Vísir Í samtali við blaðamann sagði Sigurður að Strandveiðifélagið hefði verið með tjald úti á Granda á sjómannadaginn til að kynna fólk fyrir strandveiðum og ræða um kvótakerfið. Hópurinn Við, fólkið í landinu hafi verið þeim innan handar og hjálpað þeim að setja upp tjaldið. Í tjaldinu buðu þau gestum upp á kakó og kleinur og blöðrur og barmmerki með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Einnig seldu þau boli með sömu áletrun. Að sögn Sigurðar tók fólk gríðarlega vel í tjaldið, barmmerkin ruku út og „það komu þúsund manns að ræða við okkur um kvótakerfið og allt óréttlætið í sambandi við það.“ Þá sagði hann að næst yrðu þau að gera betur og vera með fleiri barmmerki, það er ef þau fengju að vera með næst sem væri ekki víst. Óánægja með framtak félagsins Samkvæmt Sigurði voru ekki allir jafn ánægðir með framtakið. Nú í morgun hafi Anna Björk Árnadóttir sem sá um hátíðarhöldin hringt í hann til að tjá honum að það hefði verið mikil óánægja með framtakið, félagið hefði tekið þátt í hátíðarhöldunum á röngum forsendum og skemmt hátíðahöld fyrir gestum. Hún hafi tjáð honum að ef þau vildu mótmæla þá gætu þau gert það fyrir framan Alþingishúsið, eins og þau væru vön. Hann kannaðist hins vegar ekkert við það og sagði við blaðamann: „Við erum sjómenn og erum á Grandanum á Sjómannadaginn af því þetta er okkar dagur.“ Þegar blaðamaður hringdi í Önnu Björk hjá Eventum vildi hún ekki tjá sig um málið en vísaði blaðamanni á Elísabetu Sveinsdóttur, upplýsingafulltrúa Sjómannadagsins. Elísabet vísaði blaðamanni áfram á Aríel Pétursson, formann Sjómannaráðs. Ekki kynnt strandveiðar heldur gagnrýnt Samherja Í samtali við blaðamann sagði Aríel að á Sjómannadaginn kæmu hin og þessi samtök sem kynntu starf sitt. Þeirra á meðal væri Strandveiðifélagið sem hefði haft samband við skipuleggjandann sem sá um hátíðina og sagðist mundu kynna strandveiðar. En þau hefðu ekki sagt rétt frá. Aríel Pétursson, hér til hægri, segir að Sjómannaráð hafi ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja en forsendur félagsins fyrir þátttöku hafi verið rangar.Sjómannadagsráð Í stað þess að kynna strandveiðar hefðu þau verið að gagnrýna Samherja og dreift blöðrum merktum „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Þá sagði hann að Sjómannaráð hefði ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja og hefði ekkert sagt um hvort félagið fengi að vera með aftur eða ekki. Málið snerist hins vegar um að hafa logið sig inn á hátíðina. Að lokum sagði hann að enginn erfði þetta við Strandveiðifélagið en viðburðarfyrirtækið sem sá um þetta hafi verið skúffað að það væri verið að segja ósatt þegar falast var eftir því að vera með tjald á hátíðinni. Ekki hægt að tala um strandveiðar án þess að tala um kvótakerfið Blaðamaður hringdi aftur í Sigurð til að spyrja hann hvort það væri rétt að félagið hefði ekkert fjallað um strandveiðar í tjaldi sínu á Sjómannadaginn. Hann vísaði því alfarið á bug og sagði um tengsl kvótakerfisins og strandveiðar: „Þegar við tölum um strandveiðar þá verðum við að tala um þær takmarkanir sem eru settar strandveiðimönnum. Það er ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið.“ Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Strandveiðibátar í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Mynd tengist frétt ekki beint.Vilhelm/Vísir Í samtali við blaðamann sagði Sigurður að Strandveiðifélagið hefði verið með tjald úti á Granda á sjómannadaginn til að kynna fólk fyrir strandveiðum og ræða um kvótakerfið. Hópurinn Við, fólkið í landinu hafi verið þeim innan handar og hjálpað þeim að setja upp tjaldið. Í tjaldinu buðu þau gestum upp á kakó og kleinur og blöðrur og barmmerki með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Einnig seldu þau boli með sömu áletrun. Að sögn Sigurðar tók fólk gríðarlega vel í tjaldið, barmmerkin ruku út og „það komu þúsund manns að ræða við okkur um kvótakerfið og allt óréttlætið í sambandi við það.“ Þá sagði hann að næst yrðu þau að gera betur og vera með fleiri barmmerki, það er ef þau fengju að vera með næst sem væri ekki víst. Óánægja með framtak félagsins Samkvæmt Sigurði voru ekki allir jafn ánægðir með framtakið. Nú í morgun hafi Anna Björk Árnadóttir sem sá um hátíðarhöldin hringt í hann til að tjá honum að það hefði verið mikil óánægja með framtakið, félagið hefði tekið þátt í hátíðarhöldunum á röngum forsendum og skemmt hátíðahöld fyrir gestum. Hún hafi tjáð honum að ef þau vildu mótmæla þá gætu þau gert það fyrir framan Alþingishúsið, eins og þau væru vön. Hann kannaðist hins vegar ekkert við það og sagði við blaðamann: „Við erum sjómenn og erum á Grandanum á Sjómannadaginn af því þetta er okkar dagur.“ Þegar blaðamaður hringdi í Önnu Björk hjá Eventum vildi hún ekki tjá sig um málið en vísaði blaðamanni á Elísabetu Sveinsdóttur, upplýsingafulltrúa Sjómannadagsins. Elísabet vísaði blaðamanni áfram á Aríel Pétursson, formann Sjómannaráðs. Ekki kynnt strandveiðar heldur gagnrýnt Samherja Í samtali við blaðamann sagði Aríel að á Sjómannadaginn kæmu hin og þessi samtök sem kynntu starf sitt. Þeirra á meðal væri Strandveiðifélagið sem hefði haft samband við skipuleggjandann sem sá um hátíðina og sagðist mundu kynna strandveiðar. En þau hefðu ekki sagt rétt frá. Aríel Pétursson, hér til hægri, segir að Sjómannaráð hafi ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja en forsendur félagsins fyrir þátttöku hafi verið rangar.Sjómannadagsráð Í stað þess að kynna strandveiðar hefðu þau verið að gagnrýna Samherja og dreift blöðrum merktum „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Þá sagði hann að Sjómannaráð hefði ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja og hefði ekkert sagt um hvort félagið fengi að vera með aftur eða ekki. Málið snerist hins vegar um að hafa logið sig inn á hátíðina. Að lokum sagði hann að enginn erfði þetta við Strandveiðifélagið en viðburðarfyrirtækið sem sá um þetta hafi verið skúffað að það væri verið að segja ósatt þegar falast var eftir því að vera með tjald á hátíðinni. Ekki hægt að tala um strandveiðar án þess að tala um kvótakerfið Blaðamaður hringdi aftur í Sigurð til að spyrja hann hvort það væri rétt að félagið hefði ekkert fjallað um strandveiðar í tjaldi sínu á Sjómannadaginn. Hann vísaði því alfarið á bug og sagði um tengsl kvótakerfisins og strandveiðar: „Þegar við tölum um strandveiðar þá verðum við að tala um þær takmarkanir sem eru settar strandveiðimönnum. Það er ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið.“
Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25