Kunna ekkert að syngja en ætla að flytja Shallow hundrað sinnum í sumar Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2022 08:01 María Jóngerð og Elínborg Una ætla að syngja lagið Shallow hundrað sinnum í sumar fyrir áhorfendur. Aðsent Elínborg Una og María Jóngerð ætla að flytja lagið Shallow hundrað sinnum fyrir áhorfendur í sumar og rannsaka viðbrögðin við flutningnum. Þær hafa þegar flutt lagið 24 sinnum fyrir áhorfendur, þar á meðal gesti nokkurra World Class-stöðva, viðskiptavini Bónuss og einn vinnuskólahóp. Verkefnið Sjhalló er hluti af Listhópum Hins hússins og felst í því að þær syngja lagið Shallow eftir Lady Gaga og Bradley Cooper hundrað sinnum fyrir áhorfendur alls staðar um Reykjavík og fá þá til að skrifa niður upplifanir þeirra á flutningnum. En stóra málið er, segja þær, að hvorug þeirra kann að syngja. Þegar blaðamaður hafði samband við þær stöllur til að spjalla um verkefnið voru þær nýbúnir að flytja lagið fyrir vinnuskólahóp í Hljómskálagarðinum. Elínborg Una og María Jóngerð kynntust í LHÍ og tengdu hvor við aðra af því hvorug þeirra kunni að syngja.Aðsent Bundust böndum yfir lagleysinu „Við kynntumst á sviðshöfundarbraut í LHÍ þar sem við erum saman í bekk og tengdum þar yfir því að geta alls ekki sungið og finnast hryllilega erfitt að raula með lögum í bílnum,“ segir Elínborg. Þær ákváðu því að fara á söngnámskeið í byrjun árs til að læra að syngja og lærðu þá að syngja lagið Shallow saman. Þar tóku allir ægilega vel í söng þeirra. Hugmyndin að verkinu kviknaði þó ekki fyrr en þær unnu fyrirlestur í skólanum um hvernig maður upplifir listaverk. Þá fóru þær að pæla í flutning sínum á Shallow og hugsuðu að hann gæti ekki verið jafn stórkostlegur og fólk segði. Í kjölfarið ákváðu þær að kanna viðbrögð fleira fólks við flutningnum og þannig varð verkefnið til. Vandræðalegra inni en úti „Við biðjum fólk alltaf um að skrifa á miða hvað það upplifir á meðan á flutningi stendur. Svo söfnum við miðunum saman og tökum niður grunnupplýsingar; hvar flutningurinn er, hvenær hann er og fyrir hvern,“ segir María. Stöllurnar segja að það sé ekki jafn vandræðalegt að syngja fyrir fólk úti og það er að syngja inni.Aðsent Í lok sumars munu þær halda sýningu þar sem þær syngja lagið en ætla líka að vera með innsetningu með miðum áhorfenda og öðrum upplýsingum. „Og reynum að sjá einhver þemu. Við höfum til dæmis tekið eftir því að það hefur áhrif á hvað fólki finnst hvort við syngjum inni eða úti. Þetta verður oft dálítið vandræðalegra í rýmum inni,“ segir Elínborg. „Við höfum verið að fara á staði sem okkur finnst spennandi og áhugaverðir. Við fórum í World Class-stöðvar í síðustu viku og vorum að syngja fyrir fólk þar. Og líka í Kringluna og Bónus. Þá stoppum við einhvern sem virðist ekki vera að flýta sér og spyrjum hvort fólk sé til í að taka þátt í þessari rannsókn okkar,“ segir Elínborg. „Óþægilegt fyrir alla“ „Okkur finnst þetta mjög erfitt,“ segir Elínborg og María bætir strax við „en núna erum við komnar með vinnu þannig við þurfum virkilega að standa okkur.“ „Það þýðir engan aumingjaskap,“ bætir Elínborg við. „Við fórum í þrjár World Class-stöðvar til að bera saman ólíka staði en með litlum breytum. Okkur finnst það skemmtilegt,“ segir María. „En við erum enn þá dálítið feimnar að gera þetta. Í fyrstu World Class-stöðinni sem við fórum á vorum við örugglega í klukkutíma að mana okkur upp í að geta sungið fyrir einhvern af því okkur fannst þetta alveg hryllilegt. Þetta er óþægilegt fyrir alla, það er hluti af þessu,“ segir Elínborg og hlær. Ennþá mikil áskorun að syngja fyrir fólk Aðspurðar hversu oft þær væru búnar að syngja lagið, sagði María að þær væru búnar að syngja það tuttugu og fjórum sinnum í sumar. Þrátt fyrir að vera búnar að syngja Shallow alloft í sumar eru þær ekki enn komnar með leið á laginu enda er hver flutningur en áskorun.Aðsent „En við erum búnar að syngja það talsvert oftar, við erum búnar að æfa það á fullu og fengum leiðbeinendur til að hjálpa okkur af því við höfum enga tónheyrn,“ bætir Elínborg við. „Er þá ekki líklegt að þið fáið fljótlega leið á laginu?“ „Nei nei, þetta er svo skemmtilegt lag og líka af því þetta er ennþá svo erfitt fyrir okkur. Þegar þetta fer að verða auðvelt þá fær maður leið á því,“ segir Elínborg. „Við höldum dagbók sem við skrifum í eftir hvern flutning hvað við upplifum og tökum þetta upp þannig við getum fylgst með hvernig þetta þróast,“ bætir María við. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast hjá þeim, hvenær þær fá leið á laginu og hverju þær komast að í lok sumars. Að lokum má nefna að stelpurnar eruð með gjafaleik á Instagram þar sem er hægt að vinna flutning á Shallow frá þeim. Áhugasamir geta tekið þátt á síðunni þeirra og svo verður dregið úr leiknum eftir helgi. View this post on Instagram A post shared by SJHALLÓ - listræn ransókn (@sjhalloo) Tónlist Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Verkefnið Sjhalló er hluti af Listhópum Hins hússins og felst í því að þær syngja lagið Shallow eftir Lady Gaga og Bradley Cooper hundrað sinnum fyrir áhorfendur alls staðar um Reykjavík og fá þá til að skrifa niður upplifanir þeirra á flutningnum. En stóra málið er, segja þær, að hvorug þeirra kann að syngja. Þegar blaðamaður hafði samband við þær stöllur til að spjalla um verkefnið voru þær nýbúnir að flytja lagið fyrir vinnuskólahóp í Hljómskálagarðinum. Elínborg Una og María Jóngerð kynntust í LHÍ og tengdu hvor við aðra af því hvorug þeirra kunni að syngja.Aðsent Bundust böndum yfir lagleysinu „Við kynntumst á sviðshöfundarbraut í LHÍ þar sem við erum saman í bekk og tengdum þar yfir því að geta alls ekki sungið og finnast hryllilega erfitt að raula með lögum í bílnum,“ segir Elínborg. Þær ákváðu því að fara á söngnámskeið í byrjun árs til að læra að syngja og lærðu þá að syngja lagið Shallow saman. Þar tóku allir ægilega vel í söng þeirra. Hugmyndin að verkinu kviknaði þó ekki fyrr en þær unnu fyrirlestur í skólanum um hvernig maður upplifir listaverk. Þá fóru þær að pæla í flutning sínum á Shallow og hugsuðu að hann gæti ekki verið jafn stórkostlegur og fólk segði. Í kjölfarið ákváðu þær að kanna viðbrögð fleira fólks við flutningnum og þannig varð verkefnið til. Vandræðalegra inni en úti „Við biðjum fólk alltaf um að skrifa á miða hvað það upplifir á meðan á flutningi stendur. Svo söfnum við miðunum saman og tökum niður grunnupplýsingar; hvar flutningurinn er, hvenær hann er og fyrir hvern,“ segir María. Stöllurnar segja að það sé ekki jafn vandræðalegt að syngja fyrir fólk úti og það er að syngja inni.Aðsent Í lok sumars munu þær halda sýningu þar sem þær syngja lagið en ætla líka að vera með innsetningu með miðum áhorfenda og öðrum upplýsingum. „Og reynum að sjá einhver þemu. Við höfum til dæmis tekið eftir því að það hefur áhrif á hvað fólki finnst hvort við syngjum inni eða úti. Þetta verður oft dálítið vandræðalegra í rýmum inni,“ segir Elínborg. „Við höfum verið að fara á staði sem okkur finnst spennandi og áhugaverðir. Við fórum í World Class-stöðvar í síðustu viku og vorum að syngja fyrir fólk þar. Og líka í Kringluna og Bónus. Þá stoppum við einhvern sem virðist ekki vera að flýta sér og spyrjum hvort fólk sé til í að taka þátt í þessari rannsókn okkar,“ segir Elínborg. „Óþægilegt fyrir alla“ „Okkur finnst þetta mjög erfitt,“ segir Elínborg og María bætir strax við „en núna erum við komnar með vinnu þannig við þurfum virkilega að standa okkur.“ „Það þýðir engan aumingjaskap,“ bætir Elínborg við. „Við fórum í þrjár World Class-stöðvar til að bera saman ólíka staði en með litlum breytum. Okkur finnst það skemmtilegt,“ segir María. „En við erum enn þá dálítið feimnar að gera þetta. Í fyrstu World Class-stöðinni sem við fórum á vorum við örugglega í klukkutíma að mana okkur upp í að geta sungið fyrir einhvern af því okkur fannst þetta alveg hryllilegt. Þetta er óþægilegt fyrir alla, það er hluti af þessu,“ segir Elínborg og hlær. Ennþá mikil áskorun að syngja fyrir fólk Aðspurðar hversu oft þær væru búnar að syngja lagið, sagði María að þær væru búnar að syngja það tuttugu og fjórum sinnum í sumar. Þrátt fyrir að vera búnar að syngja Shallow alloft í sumar eru þær ekki enn komnar með leið á laginu enda er hver flutningur en áskorun.Aðsent „En við erum búnar að syngja það talsvert oftar, við erum búnar að æfa það á fullu og fengum leiðbeinendur til að hjálpa okkur af því við höfum enga tónheyrn,“ bætir Elínborg við. „Er þá ekki líklegt að þið fáið fljótlega leið á laginu?“ „Nei nei, þetta er svo skemmtilegt lag og líka af því þetta er ennþá svo erfitt fyrir okkur. Þegar þetta fer að verða auðvelt þá fær maður leið á því,“ segir Elínborg. „Við höldum dagbók sem við skrifum í eftir hvern flutning hvað við upplifum og tökum þetta upp þannig við getum fylgst með hvernig þetta þróast,“ bætir María við. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast hjá þeim, hvenær þær fá leið á laginu og hverju þær komast að í lok sumars. Að lokum má nefna að stelpurnar eruð með gjafaleik á Instagram þar sem er hægt að vinna flutning á Shallow frá þeim. Áhugasamir geta tekið þátt á síðunni þeirra og svo verður dregið úr leiknum eftir helgi. View this post on Instagram A post shared by SJHALLÓ - listræn ransókn (@sjhalloo)
Tónlist Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira