„Heimir er Eyjamaður í húð og hár og vill leggja sitt af mörkum“ Andri Már Eggertsson skrifar 15. júní 2022 20:30 Hermann Hreiðarsson var jákvæður eftir tap gegn Víkingi Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar jákvæður eftir 0-3 tap á heimavelli gegn Víkingi Reykjavík. „Mér fannst við gera fullt vel í leiknum sem við getum nýtt okkur, það var sjálfstraust í liðinu og í raun var allt sem þurfti til að vinna fótboltaleik. Ég var ánægður með að mínir menn höfðu gaman af því að spila fótbolta og var mjög skrítið að tapa þessum leik með þremur mörkum,“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Vísi eftir leik. ÍBV skapaði sér þó nokkur færi í síðari hálfleik og var með ólíkindum að Eyjamönnum hafi ekki tekist að skora. „Það vantaði lítið upp á. Í fótbolta er lykilinn að komast í færi en svo þarf bara að klára þau. Við vorum hugrakkir og pressuðum Víkinga sem eru tvöfaldir meistarar. En það var afar súrt að ná ekki að taka stig úr þessum öfluga leik okkar.“ „Það er asnalegt að segja þetta en það voru rosalega mikið af jákvæðum hlutum í þessum leik og verð ég að hrósa mínu liði fyrir hvernig þeir spiluðu í kvöld.“ Heimir Hallgrímsson, fyrrum A-landsliðsþjálfari Íslands, var á bekknum hjá ÍBV sem liðstjóri og var Hermann ánægður að hafa Heimi hjá sér í kvöld. „Heimir er Eyjamaður í húð og hár. Hann vill styðja við bakið á okkur. Það er stórkostlegt að hafa Heimi hjá okkur og hann vill leggja sitt af mörkum og vera innan handar sem er frábært og við komum til með að nýta okkur þann viskubrunn,“ sagði Hermann Hreiðarsson jákvæður að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. ÍBV Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Mér fannst við gera fullt vel í leiknum sem við getum nýtt okkur, það var sjálfstraust í liðinu og í raun var allt sem þurfti til að vinna fótboltaleik. Ég var ánægður með að mínir menn höfðu gaman af því að spila fótbolta og var mjög skrítið að tapa þessum leik með þremur mörkum,“ sagði Hermann Hreiðarsson í samtali við Vísi eftir leik. ÍBV skapaði sér þó nokkur færi í síðari hálfleik og var með ólíkindum að Eyjamönnum hafi ekki tekist að skora. „Það vantaði lítið upp á. Í fótbolta er lykilinn að komast í færi en svo þarf bara að klára þau. Við vorum hugrakkir og pressuðum Víkinga sem eru tvöfaldir meistarar. En það var afar súrt að ná ekki að taka stig úr þessum öfluga leik okkar.“ „Það er asnalegt að segja þetta en það voru rosalega mikið af jákvæðum hlutum í þessum leik og verð ég að hrósa mínu liði fyrir hvernig þeir spiluðu í kvöld.“ Heimir Hallgrímsson, fyrrum A-landsliðsþjálfari Íslands, var á bekknum hjá ÍBV sem liðstjóri og var Hermann ánægður að hafa Heimi hjá sér í kvöld. „Heimir er Eyjamaður í húð og hár. Hann vill styðja við bakið á okkur. Það er stórkostlegt að hafa Heimi hjá okkur og hann vill leggja sitt af mörkum og vera innan handar sem er frábært og við komum til með að nýta okkur þann viskubrunn,“ sagði Hermann Hreiðarsson jákvæður að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
ÍBV Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira