Stórleikir í Laugardal og á Selfossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 13:30 Selfoss fær Val í heimsókn á meðan Breiðablik mætir Þrótti Reykjavík. Vísir/Diego Níunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Tveir stórleikir eru á dagskrá og þá verða herlegheitin gerð upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Íslandsmeistarar Vals keyra suður fyrir fjall og mæta Selfyssingum. Heimaliðið tapaði naumlega á Kópavogsvelli í síðustu umferð og þarf að taka stig, eitt eða fleiri, af gestunum í dag ætli liðið sér ekki að missa efstu fjögur lið deildarinnar fram úr sér. Valur hefur átt erfitt með lið utan höfuðborgarsvæðisins til þessa á leiktíðinni en liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð og þá gerði liðið nýverið 1-1 jafntefli við ÍBV á Hlíðarenda. Nú er spurning hvort Selfyssingar ætli sér að vera með Þór/KA og ÍBV í flokki eða Keflavík sem steinlá 3-0 gegn Íslandsmeisturunum. Með sigri gæti Selfoss farið alla leið upp í 2. sæti deildarinnar þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Breiðabliks í Laugardalnum. Sem stendur situr Þróttur sæti ofar með stigi meira en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Blikar flakka á milli þess að geta varla skorað í að raða inn mörkum. Það er framan af sumri allavega en liðið lét eitt mark duga er Selfoss mætti á Kópavogsvöll í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir – sem er óvænt farin að spila fremst – skoraði glæsilegt mark og tryggði Breiðabliki 1-0 sigur í skemmtilegum leik. Breiðablik er með jafnbestu vörn deildarinnar ásamt toppliði Vals og ljóst að ef Blikar vinna sinn leik í kvöld ásamt því að Selfoss taki stig af Val að þá er toppbaráttan í Bestu deild kvenna búin að opnast upp á gátt. Aðeins eru fjórir dagar síðan Breiðablik og Þróttur Reykjavík áttust við síðast en liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 10. júní. Líkt og í úrslitaleiknum á síðasta tímabili var það Breiðablik sem hafði betur. Einhverstaðar segir að ómögulegt sé að vinna tvo leiki í röð ef lið nokkuð jöfn að styrkleika mætast í deild og bikar án þess að spila leik þar á milli. Það er nú Blika að afsanna þá kenningu. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Svona lítur 9. umferð Bestu deildar kvenna út en stórleikurinn á Selfossi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar á undan er leikur Aftureldingar og ÍBV sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Allir leikir eru svo sýndir beint á rás Bestu deildarinnar á Stöð2.is. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir „Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals keyra suður fyrir fjall og mæta Selfyssingum. Heimaliðið tapaði naumlega á Kópavogsvelli í síðustu umferð og þarf að taka stig, eitt eða fleiri, af gestunum í dag ætli liðið sér ekki að missa efstu fjögur lið deildarinnar fram úr sér. Valur hefur átt erfitt með lið utan höfuðborgarsvæðisins til þessa á leiktíðinni en liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð og þá gerði liðið nýverið 1-1 jafntefli við ÍBV á Hlíðarenda. Nú er spurning hvort Selfyssingar ætli sér að vera með Þór/KA og ÍBV í flokki eða Keflavík sem steinlá 3-0 gegn Íslandsmeisturunum. Með sigri gæti Selfoss farið alla leið upp í 2. sæti deildarinnar þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Breiðabliks í Laugardalnum. Sem stendur situr Þróttur sæti ofar með stigi meira en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Blikar flakka á milli þess að geta varla skorað í að raða inn mörkum. Það er framan af sumri allavega en liðið lét eitt mark duga er Selfoss mætti á Kópavogsvöll í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir – sem er óvænt farin að spila fremst – skoraði glæsilegt mark og tryggði Breiðabliki 1-0 sigur í skemmtilegum leik. Breiðablik er með jafnbestu vörn deildarinnar ásamt toppliði Vals og ljóst að ef Blikar vinna sinn leik í kvöld ásamt því að Selfoss taki stig af Val að þá er toppbaráttan í Bestu deild kvenna búin að opnast upp á gátt. Aðeins eru fjórir dagar síðan Breiðablik og Þróttur Reykjavík áttust við síðast en liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 10. júní. Líkt og í úrslitaleiknum á síðasta tímabili var það Breiðablik sem hafði betur. Einhverstaðar segir að ómögulegt sé að vinna tvo leiki í röð ef lið nokkuð jöfn að styrkleika mætast í deild og bikar án þess að spila leik þar á milli. Það er nú Blika að afsanna þá kenningu. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Svona lítur 9. umferð Bestu deildar kvenna út en stórleikurinn á Selfossi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar á undan er leikur Aftureldingar og ÍBV sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Allir leikir eru svo sýndir beint á rás Bestu deildarinnar á Stöð2.is.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir „Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00 Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00