Í lífstíðarfangelsi eftir að hún lét skáldsögu sína verða að veruleika Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 09:24 Nancy Crampton Brophy í dómssal í apríl. Hún hefur verið fundin sek um annarrar gráðu morð. AP/The Oregonian/Dave Killen Höfundur sögu sem titluð er Hvernig á að myrða eiginmann þinn var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn fyrir að drepa eiginmann sinn í Portland í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Hin 71 árs gamla Nancy Crampton Brophy hafði birt sögu sína á netinu nokkrum árum fyrr. Saksóknari segir að hún hafi skotið 63 ára Dan Brophy til bana á vinnustað hans árið 2018 vegna þess að hún hafi vonast til að fá greiddar 1,5 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni eiginmannsins. Hún var sakfelld fyrir annarar gráðu morð í seinasta mánuði. Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum í ljósi skrifa hennar en hjónin höfðu verið gift í 26 ár. Dómari heimilaði ekki að horft væri til sögunnar sem sönnunargagns við réttarhöldin Crampton Brophy hefur sömuleiðis skrifað og gefið út erotískar ástarsögur með titlum á borð við Rangi eiginmaðurinn og Rangi elskuhuginn, af því er fram kemur í frétt BBC. Í Hvernig á að myrða eiginmann þinn útlistaði hún nokkrar ólíkar leiðir til að fremja verknaðinn þar sem meðal annars var notast við skotvopn, hnífa, eitur og leigumorðingja. Hafi átt náið og ástríkt samband Saksóknari sagði kviðdómi að hjónin hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum þegar Crampton Brophy myrti eiginmann sinn og í aðdraganda þess hafi hún fest kaup á búnaði til að útbúa órekjanlegt skotvopn og síðar keypt Glock 17 handbyssu á skotfærasýningu. Að sögn AP-fréttaveitunnar hafnaði verjandi Crampton Brophy málflutningi ákæruvaldsins, þar á meðal að hjónin hafi átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Þá bar fólk vitni um sterkt og ástríkt samband þeirra. Crampton Brophy sagði sjálf að bæði hún og eiginmaður hennar hafi keypt líftryggingu til að búa í haginn fyrir eftirlaunaárin og verið búin að útbúa áætlun til að draga úr skuldum sínum. Þá hafi rannsókn hennar á órekjanlegum vopnum verið hluti af undirbúningi fyrir framtíðar skáldsögu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Hin 71 árs gamla Nancy Crampton Brophy hafði birt sögu sína á netinu nokkrum árum fyrr. Saksóknari segir að hún hafi skotið 63 ára Dan Brophy til bana á vinnustað hans árið 2018 vegna þess að hún hafi vonast til að fá greiddar 1,5 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni eiginmannsins. Hún var sakfelld fyrir annarar gráðu morð í seinasta mánuði. Málið hefur vakið nokkra athygli í Bandaríkjunum í ljósi skrifa hennar en hjónin höfðu verið gift í 26 ár. Dómari heimilaði ekki að horft væri til sögunnar sem sönnunargagns við réttarhöldin Crampton Brophy hefur sömuleiðis skrifað og gefið út erotískar ástarsögur með titlum á borð við Rangi eiginmaðurinn og Rangi elskuhuginn, af því er fram kemur í frétt BBC. Í Hvernig á að myrða eiginmann þinn útlistaði hún nokkrar ólíkar leiðir til að fremja verknaðinn þar sem meðal annars var notast við skotvopn, hnífa, eitur og leigumorðingja. Hafi átt náið og ástríkt samband Saksóknari sagði kviðdómi að hjónin hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum þegar Crampton Brophy myrti eiginmann sinn og í aðdraganda þess hafi hún fest kaup á búnaði til að útbúa órekjanlegt skotvopn og síðar keypt Glock 17 handbyssu á skotfærasýningu. Að sögn AP-fréttaveitunnar hafnaði verjandi Crampton Brophy málflutningi ákæruvaldsins, þar á meðal að hjónin hafi átt í miklum fjárhagslegum erfiðleikum. Þá bar fólk vitni um sterkt og ástríkt samband þeirra. Crampton Brophy sagði sjálf að bæði hún og eiginmaður hennar hafi keypt líftryggingu til að búa í haginn fyrir eftirlaunaárin og verið búin að útbúa áætlun til að draga úr skuldum sínum. Þá hafi rannsókn hennar á órekjanlegum vopnum verið hluti af undirbúningi fyrir framtíðar skáldsögu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira